miðvikudagur, janúar 04, 2006

Árnagarður er sjarmerandi

Eins og við var að búast var drengurinn orðinn lasinn þegar ég fékk fyrra verkefnið í hendurnar. Þetta er tveggja vikna verkefni og því þarf að skila þann 16. Það reddast einhvern veginn. Það gerir það oftast.
Talandi um skólann. Ég þurfti að fara upp í skóla til að sækja verkefnið þar sem prentarinn heima var með stæla. Mikið afskaplega er þetta ljót bygging sem hýsir þessa annars fínu menntastofnun! Einn stór dimmur ryðklumpur með löngum göngum og krókum og kimum. Það er ekki frá því að maður sakni allra "litlu" bygginganna á lóð Háskóla Íslands. Árnagarður hefur þó sinn sjarma. Ilminn af nýjöguðu kaffi í bland við lykt af gömlum blautum lopapeysum... SDU Odense skortir allan slíkan sjarma. Fólkið er gott og kantínurnar eru fínar (allavega alltaf pláss fyrir alla) og námið skemmtilegt, en það fer stundum um mann kuldahrollur þegar maður gengur eftir löngum, dimmum, ryðgöngum skólans. Húsið skortir allan hlýleika. Kannski er ég bara svona smáborgaraleg. Ég bjóst við glæsilegri byggingu frá fyrndinni, hlaðinni skúlptúrum og flúri. Eitthvað svona eins og merkar menntastofnanir Evrópu. Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því að skólinn er jú ekki svo gamall.
Þrátt fyrir húsnæðið hefur áhuginn á talmeinafræðinni ekkert minnkað. Þvert á móti. Ég ætla því að rífa mig upp á hnakkadrambinu (hvernig sem ég fer að því sjálf) og fara að vinna í verkefninu, Á DÖNSKU!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey luv... u always do a good job..
Kv
Hronnsla