Ég fór upp á Odense Universitets hospital í dag til að afla mér heimilda fyrir verkefnið sem ég er að "vinna". Ótrúlegt hvað þarf alltaf að vera að "skemma" gamlar byggingar með því að troða á þær einhverri nýbyggingu (eins og þið sjáið er ég ekki mikið fyrir nýbyggingar!)! Spítalinn er að uppruna samansettur af frekar glæsilegum húsum, svona pínku kósý. Svo kemur þetta speglafrík og skemmir allt, en þetta heppnaðist þó betur en glerhýsið sem sett var við Iðnó.
Það var frekar skrítið að koma inn á spítalann um aðalinnganginn. Mér leið svolítið eins og ég væri að ganga inn í flugstöð. Allt á þönum. Fólk að koma, fólk að fara og enginn vill dvelja þarna nema í skamman tíma. Fullt af farangri og það fyrsta sem mætti mér þegar ég gekk inn var skilti sem á stóð "Patient hotel". Ekki það hótel sem maður setur í fyrsta sæti svona dagsdaglega myndi ég halda. Það er þó gott til þess að hugsa að það sé þó allavega til staðar fyrir þá sjúklinga og aðstandendur sem koma langt að.
Þarna voru líka margar bumbur. Stórar, fallegar, glaðar og spenntar bumbur. Trúlega fáar þeirra komið til að fullkomna verkið en kannski ein eða tvær! Það fer alltaf um mig undarleg vellíðunartilfinning þegar ég hugsa til þess tíma þegar ég var sjálf ófrísk. Það er eitthvað svo notalegt að finna fyrir glænýrri veru vaxa inni í manni og manni er nok sama þó hún sparki og sparki og haldi fyrir manni vöku með hiksti fram á miðjar nætur og þrýstingi á þvagblöðruna.
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Bara farinn að blogga kellan,
Hlakka til að lesa sögurnar
Gleðilegt ár
kv. Inga Birna
Hehehe ég gæti ekki verið meira sammálaþérmeð þessi spörk og læti það er sama hversu óþægilegteða vont þetta getur orðið, maður getur ekki beðið eftir því að finna aftur og aftur, og það er æðislegt, það kemur einmitt svona rosalega góð tilfinning yfir mann.... Hey sweedy til hamingju með nýju síðuna þína þú ert komin áminn næstum daglega rúnt hehehe..... á meðan talvan hels´t í lagi
Kv. Halla Rós bollubjútí með meiru
Skrifa ummæli