laugardagur, janúar 28, 2006

Átaksárátta

Heilsuátök eru eitt það heitasta í dag, og kannski búin að vera frá því Jane Fonda var upp á sitt besta. Í dag er málið bara þannig að fólk þarf á því að halda að taka sér tak varðandi lifnaðarhættina. Kreditkortaflóran og yfirdrættirnir leyfa frekari neyslu skyndibitafæðis í stað góðs, smurðs nestis til vinnu og skóla. Á flestum stöðum er einnig auðveldara að nálgast gos og sæta drykki en vatn. Svo heilsuátak á vel upp á pallborðið í dag. Þar er ég engin undantekning, enda hef ég ekki verið þekkt fyrir neina ofurholla lifnaðarhætti hingað til, þó maður reyni nú að halda óhollustunni í eins miklu lágmarki og sálartetrið leyfir manni. Þegar áramótin skullu á, ákvað ég að venda kvæði mínu í kross og takmarka óneysluna við helgardagana tvo. Það gekk vel í tvær vikur. Þá fór ég í saumaklúbb og missti stjórn á mér. Síðan þá hef ég bara borðað það sem ekki má. Málið með mig er nefnilega það að um leið og ég heyri orðin átak eða megrun (sem mér þykir afar fráhrindandni og ósmekklegt orð) eykst matarlystin um allan helming. Sjálfsstjórnin er engin. Á þessu á þó að verða breyting. Nú hefur verið ákveðið að stunda sundið í skólanum og hjóla í skólann þegar veðrið fer að verða þess legt að hægt er að bjóða prinsessunni á heimilinu í hjólatúra. Reyndar rak ég augun í einhverj kúr sem er á bt.dk. Þar fær maður aðhald varðandi viktina og mataræðið, kannski eitthvað fyrir mig. Athuga það kannski betur.
Jæja, ég ætla að fara að drífa mig upp í skóla að sinna verkefninu og láta karlinn um krakkana.
Eigið þið góða helgi...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já átökin geta verið erfið. Ein ung kona sem kenndi mér í HÍ var algjör nammifíkill, hún faldi meira að segja súkkulaði heima hjá sér svo maðurinn hennar sæi ekki til hennar því hann var svo á móti þessu nammiáti. Til að geta stundað þetta nammi og ...kökuát...án þess að fitna hamaðist hún í líkamsrækt eins og brjáluð væri. Hún sagði að ef hún gerði það þá gæti hún borðað allt nammið með góðri samvisku. Þetta virtist virka vel hjá henni því hún var fín og flott á skrokkinn, jafnvel eftir að hún eignaðist risastóra tvíbura. Hún var alltaf með kók og nammi í tímum og þegar við fórum í námsferð út á land var hún eins og alki á túr, enda kallinn hvergi nærri.

Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki bara danski kúrinn sem tröllríður öllu og öllum núna, er víst að virka ansi vel. Annars er allt svo auðvelt þegar fer að vora, veðrið ekki eins blautt og vindasamt, meiri líkur á því að maður nennir út!! Gúd lökk!!
kv. Lilja

Nafnlaus sagði...

Ég get ekki verið í megrunum og aðhaldi. I love food to much!!! En gangi þér samt vel.

Nafnlaus sagði...

herrðu þú varst að tala um sudoku um daginn helduru að það sé ekki bara til síða http://www.sudoku.is/ svona ef þú ert búin með ritgerðina þá geturu ábyggilega skemmt þér á henni......
Ingibjörg

Nafnlaus sagði...

Úff hvað ég skil þig vel... er að reyna að haga mér vel en svo lengi sem það er til nammi í skápnum þá borða ég það. Ég sem var svo staðföst í nammi áti áður en ég varð ólétt að Ásu Jenný :o( Ég var nammisjúk á meðgöngunni og er ekki enn búin að ná þeim "sjúkleika" úr mér. Svo nenni ég ekki að hamast í ræktinni heldur svo þetta er heldur sorglegt allt saman! Nú á bara badmintonið að bjarga mér og ég ætla að reyna að borða bara nammi einu sinni í viku (með Ástu Katrínu á föstudögum meðan við horfum á Latabæ - talandi um að boðskapurinn nái til okkar hehehe)
Gangi þér vel (og mér)
Lísa nammigrís