sunnudagur, janúar 22, 2006

Sudoku

Þá er komið að því að þreyta ykkur sem þetta lesið með fréttum af verkefnavinnu og fleiru álíka skemmtilegu.
Verkefnavinnan er komin á fullt skrið, eða hitt þó heldur! Það gengur ekkert að koma einhverju á blað. Ekki hjálpar það nú heldur þegar þessir karlar sem koma fram með kenningarnar setja ekkert á Netið! Það er engin afsökun þó þeir séu flestir löngu dauðir. Nei, Netið nær yfir alla heima og geima, ég geri ráð fyrir að þeir séu nú bara tæknivæddari ef eitthvað er þarna í himnaríki. Ég meina, hvers lags eiginlega himnaríki er ekki með internetið? Það gengur sem sagt verr en á horfðist að finna heimildir. Ég er búin að sitja sveitt yfir þessu, það er ekki málið. Svo þegar ég loksins fann einhverja klausu á heimasíðu sem tilheyrði sálfræðinámskeiði einhvers ágæts framhaldsskólans á klakanum klikkaði prentarinn! Reyndar er hann búinn að vera leiðinlegur, en nú harðneitar hann að sinna skyldustörfunum. Það mætti halda að verkfallsrétturinn næði yfir til heilalausra heimilistækjanna líka! Best að skella bara á hann bráðabirgðarlögum, ég hlýt að geta það!
Annars er hugur minn búinn að vera fastur við forláta sudoku-bók sem við hjónin fengum í jólagjöf frá Jódísi, systur hans Helga. Þessar talnagátur eru þannig að maður verður alveg húkkt á þeim og það er þannig að því verr sem gengur, því húkktari verður maður! Þannig að ég er komin með lausn á þessu öllu. Ef ég stend mig ekki í þessu verkefni, verður skuldinni skellt á Jódísi. Nei, segi bara svona...
Jæja, þetta hefst ekki á þennan háttinn. Best að fara að sofa og hvíla þessar örfáu, lötu heilasellur sem eftir eru.
Góða nótt.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá Addý...ég er sko nákvæmlega í sömu sporum....EKKI að koma neinu á blað í þessu verkefni..engan veginn að meika þetta!! og þetta sudoku maður....alveg húkt...geri frekar eins og eina eða bara tíu þrautir en að vinna þetta verkefni!! hehe..shit,,,
jæja það er samt gott að vita að ég er ekki ein í heiminum feeling like this!
Við verðum samt að vera duglegar svo við getum spíst saman á laugardag...ekki satt?!?!?
Hilsen að norðan
Tinna

Nafnlaus sagði...

Framan á Morgunblaðinu í morgun stóð að breskur vísindamður væri búinn að reikna það út að í dag væri ömurlegasti dagur ársins, sem sé að sá mánudagur sem næstur er 24. janúar því þá hellist yfir fólk leiði, áhyggjur af jólareikningnum og að það þurfi að standa við áramótaheitin. Kannski lagast þetta allt á morgun, prentarinn líka. Fæ skólahroll af þessum lestri, greinilega ekki komin yfir námsárin ennþá, en gangi þér vel Addý mín og það þjálfar hugann að spila sudoku.

Nafnlaus sagði...

Hehe,..vá hvað það er gott að fá smá útskýringu á þessu! hlaut eitthvað að vera....það gat ekki verið Addý að við værum eitthvað skrítnar....þetta er bara universinn!!hehe
Hils Tinna

Nafnlaus sagði...

ekki sil ég þessa suduku dellu hjá fólki ég gefst svo fljótt upp og er svo óþolinmóð að ég nenni þessu ekki:)
Ingibjörg

Nafnlaus sagði...

Þetta sudoko er bara snilld og það eru til online leikir með þessu lika. Það er fullt af þessum bókum niður í vinnu og líka með stöfum sem ég er ekki en þá byrjuð að leggja í að gera :D

Kossar og knúsar