laugardagur, janúar 07, 2006

Uppfærsla

Ég veit svei mér ekki hvort þetta hafi verið sniðugt hjá mér að opna þessa bloggsíðu. Ég er búin að sitja hérna við tölvuna í einhvern tíma og fikta við þetta allt saman. Reyndar fæ ég þetta ekki alveg til að virka eins og ég vil. Ég vil nefnilega endilega losna við þetta "About me"-dæmi út, en ég hef ekki hugmynd um hvernig ég fer að því, svo ef þú kannt það, láttu mig vita!
Ég ætti að sjálfsögðu að sitja við lestur og skriftir núna, en þetta er svo erfitt eitthvað. Ég settist niður í gær og ætlaði að byrja, galvösk. En það kom ekki neitt, ég kláraði svona u.þ.b. hálfa síðu, en sat svo föst. Það endaði með því að ég rölti mér yfir í bóksöluna og keypti ensk-danska orðabók til að geta komið einhverjum heimildanna yfir á dönsku. Það er ómögulegt að gera þetta án orðbókar og þar sem íslensk-dönsk fæst ekki nema í vasabroti, þá verður þessi að duga. Reyndar var hún nú ekki dýr svo ég græt það ekki, enda bókakaup alltaf góð fjárfesting. Hún kostaði 198 dkr. eða u.þ.b. 2000 íslenskar krónur. Svo ég ætti þrátt fyrir þetta að eiga fyrir salti í grautinn út mánuðinn...
Jæja, best að hætta þessu kvabbi og fara að vinna. Ég er búin að setja linka hjá mörgum góðum pennum vinstra megin á síðuna. Njótið...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott síða hjá þér. Vonandi að þú verðir eitthvað duglegri en ég. Ég er alveg hætt að nenna að skrifa orðið. Er byrjuð að vinna og er því alltaf þreytt :D fer vonandi að venjast þessu.
Kveðja til allra
Katla