mánudagur, janúar 16, 2006

Búin að senda ritgerðina!

Ég veit hreint ekki hvort ég á að vera glöð eða ekki. Ég er búin með ritgerðina og sendi hana fyrir sirka hálfri mínútu eða svo, en ég finn bara fyrir kvíða, ekki ósvipuðum þeim sem fylgdi BA-ritgerðarskilunum á sínum tíma. Ojojoj... Það versta við svona verkefni er að maður sér alltaf betur og betur eftir því sem maður les þau oftar hvað hefði mátt betur fara. Þetta er ástæðan fyrir því að ég fer helst ekki yfir próf aftur eftir að ég er búin með þau. Ég svara þeim spurningum sem ég hljóp yfir og síðan ekki sögunnar meir! Ég stressast öll upp af þessu. Ohhh... hvað ég vildi að ég ætti einn ískaldan og góðan inni í ískáp núna, mín bíður án efa andvökunótt! Þá er gott að geta gripið í einhverja af þeim góðu bókum sem við hjónin fengum í jólagjöf.
Jæja, nóg um það! Ég minni í staðinn á hinn bráðskemmtilega leik sem er hér fyrir neðan og hvet sem flesta að taka þátt!
Veriði sæl í bili...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með ritgerðarskilin. Um að gera að fá sér einn kaldann í tilefni dagsins.

Nafnlaus sagði...

Velkomin á Veraldarvefinn! Gleðilegt nýtt ár! Vá hvað við íslenskufræðingar erum öflugir hérna í E-unum hérna til vinstri :) Kær kveðja til Danaveldis!

Nafnlaus sagði...

Tillyke með ritgerðaskilin, en og aftur við bíðum enn eftir ykkur þið eruð alltaf vekommen. Kv frá jyllanadi.

Nafnlaus sagði...

Til lukku með ritgerðina. Það er um að gera að vera ekkert að velta sér of mikið upp úr þessum prófum og ritgerðum. Ég verð að fara að taka til í rassagatinu á mér og verða svona dugleg eins og þú :D
Kossar og knúsar til allra

Nafnlaus sagði...

Fáum við ekki að sjá afraksturinn? ég sendi bara ritgerðir frá mér og hætti um leið að pæla í þeim hvað þá að lesa þær eftir skil......
Ingibjörg