miðvikudagur, janúar 25, 2006

Heili óskast

Ég hef svosem ekkert að segja, heilinn er farinn í verkfall. Hann harðneitar að vinna þetta blessaða verkefni og velur sér öll önnur verkefni, helst þau sem krefjast lágmarksnotkunar á sellunum, eins og t.d. vafur á Netinu í leit að húsi til kaupa. Já, hann hefur ekki orku í að setja saman ritgerð en getur svo látið sig dreyma. Það er spurning við hvern maður getur talað til að fá heilann til að sinna skyldustörfunum. Hann hlustar í það minnsta ekki á mig! Til að mynda er uppáhalds lesefni hans um til langst tíma auglýsingabæklingar! Hann elskar að setjast niður yfir auglýsingabæklingum, á meðan nota ég tímann og fá mér einn tebolla. Það versta við þessa auglýsingaáráttu hans, er að hann festir ekkert af tilboðunum í minninu, sem er hans aðalsamstarfsaðili. Ótrúlegt en satt. Það er sama hve oft maður þarf á góðum tilboðum að halda til að halda í við budduna (sem einnig er heldur treg til hlýðni), hann harðneitar að kalla fram þau bestu. Þannig að matseðill vikunnar samanstendur að mestu af þessu sama, lasagne, kjúkling, grjóna, svíni og kannski fiski eða pizzu. Frekar þurrt eitthvað. Svo ég hef gripið í það örþrifaráð að auglýsa hér með eftir VIRKUM heila til kaupa eða láns, skipti koma einnig til greina.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú getur örugglega ekki notað minn heila því hann er varla brúklegur þessa dagana, get varla haldið uppi samræðum (nema þær snúist um kúkableyjur og bólusetningar ungbarna) og ég á við sama vandamál að stríða í sambandi við auglýsingabæklinga...góður hugur er víst ekki nóg þegar á að spara, þarf víst að framkvæma líka!
Gangi þér vel í verkefnavinnunni, er nú viss um að þú brillerar alveg í þessu (úps ég sletti..ojojojoj)

Bið að heilsa og já, ég setti náttúrulega jólamyndirnar inn vegna þrýstings frá þér - ef þú héldir ekki áfram að pressa gerðist ekki neitt á Barnalandinu! ;o)

Kveðjur,
Lísa

Addý Guðjóns sagði...

Það er gott, Lísa mín, að ég komi þá allavega einhverju í verk, þó aðrir sjái um vinnuna! ;)

Nafnlaus sagði...

Sorry, minn er barasta dauður held ég, hann kannski lifnar við með vorinu en þá verður það of seint fyrir þig. Einhver heili sagði mér að tímastjórnun bjargaði svona málum og fáðu svo Helga til að snúa upp á hendina á þér ef þú ætlar að svindla á tímastjórnuninni. Þú rúllar þessu upp...ég veit það.

Nafnlaus sagði...

Iss þarft ekkert nýjan bara að hugsa vel um þennan, sem er greinilega í feluleik. Mér sýnist þinn hafa nýst þér ansi vel hingað til. Þú rúllar þessu bara upp á réttum tíma,
kv. Lilja

Nafnlaus sagði...

Eitt er víst að þú vilt ekki minn heila en ég væri alveg til í þinn.
jæja við erum búin að jafna okkur eftir køben ekki seinna vænna, var komin upp í rúm kl: 20:00 á miðvikudaginn að horfa á Top Models að sjálfsögðu og í gær kl: 22:00.
TAKK ÆÐISLEGA FYRIR STRÁKANA ÞATTA VAR ÆÐI Á EFTIR AÐ LIFA LENGI Á ÞESSU. KNÚS KNÚS.
KV. frá jyllandi.

Nafnlaus sagði...

HEILI Á LAUSU!!!!

það er einn hér á lausu , hann er bráð gáfaður og gleymir ekki neinu og hann er væntalegur til Danmerkur 27 febrúar og það fylgir honum mjög falleg persóna og einhvað hirðfíbl með en jam en hann fer að koma og þú pantar bara í síma 6947503 og manneskjan er að nafni Andrea Guðjóns . Þannig þú pantar bara ef þú hefur áhuga oki ;)

p.s ég mundi nota þetta tækifæri

Nafnlaus sagði...

Gleymti að spurja hvort gulur litill bíll og lítil bók hafi ekki verið eftir og eitt annað mig langar í uppskriftana af bananakökuni.