Ég missti fimm kíló í dag... af hári! Lokkarnir fengu að fjúka hér úti á hárgreiðslustofunni Afrodita. Svo ég er komin með axlarsítt hár og þvertopp og þennan líka fína lit á hárið. Eftir góða meðferð klipparans hélt ég áleiðis á pósthúsið þar sem ég skilaði jólakortunum af mér. Svo þau eru seint á ferðinni þetta árið. Vonandi skemmir það ekki jólahaldið hjá neinum ;)
Ég fékk svo að vita í dag að ég fæ ekki BA-ritgerðina mína metna. Svo skúffelsið er nokkuð. Þess utan kom það svo í ljós að hið svokallaða BA-starfsnám á að fara fram í vikum 14, 15, 16 og 17. Á þessu tímabili á ég einmitt að eiga. Svo eitthvað ætlar það að ganga klúðurslega að klára BA-prófið núna í vor. Hvað gerist leiðir tíminn í ljós.
Núna ætla ég hins vegar að einbeita mér að jólunum og kósýheitum með fjölskyldunni, þar sem búið er að skila ritgerðinni og næsta próf er ekki fyrr en 3. janúar.
Þar til næst...
fimmtudagur, desember 20, 2007
föstudagur, desember 14, 2007
Ritgerð, veikindi og Jesúbarnið
Sit við tölvuna og er að reyna að finna efni í ritgerðina. Búin að finna fína bók á tölvutæku formi eftir Rod Ellis og fleiri um máltöku annars máls. Get þó varla sökkt mér djúpt í efnið þar sem gemlingarnir eru báðir heima, sökum andvökunætur. Elí Berg er búinn að vera með mikinn hósta, var með hita í nótt og leið mjög illa. Þar sem daman mín er jú ekta prinsessa dekstruðum við mæðgin hana líka og hún fékk að vera heima með okkur. Þá geta þau líka leikið saman, ja eða slegist... Annars hafa ungarnir það fínt núna, eru búin að dunda sér fyrir framan Dýrin í Hálsaskógi og Tomma og Jenna, sígilt alveg. Þau eru búin að hakka í sig hafrakodda, poppkorn og íslenskt sælgæti, sem aldrei kemst á síðasta söludag á þessu heimili ;) Hreint dekur alveg.
Allt er fínt að frétta af bumbubúanum, sem lætur vel af sér vita, enda meðgangan hálfnuð núna. Ég hélt að barnið ætlaði hreinlega að rífa gat á kvið mér og stinga sér til leiks við systkini sín um daginn þegar við lágum í bólinu og börnin voru að rótast, slík voru lætin! Við fórum í 20-vikna sónarinn á mánudaginn og allt leit vel út. Ég lét líka mæla í mér blóðþrýstinginn í gær og hann er í góðu lagi, allt eins og það á að vera. Vonandi heldur það bara áfram.
Jólastressið á heimilinu er ekki mikið, en hins vegar er skólastress farið að láta á sér kræla, þó ekki alvarlega. Við stefndum að því að klára ritgerðina fyrir mánudaginn næsta, en það verður ekki úr, við verðum búnar á miðvikudaginn. Enda í góðu lagi, óþarfi að búa til óþarfa stress. Þetta með óþarfa stressið gerir það einmitt að verkum að ekki verða veggir eða eldhúsinnrétting gerð hrein fyrir jólin. Jólin koma þrátt fyrir það, svo það er um að gera að hleypa gleðinni frekar að en að hreyta ónotum í fjölskyldufólk vegna þess að ekki náðist að þrífa almennilega fyrir komu Jesúbarnsins. Einhvers staðar var líka sungið um það að það kæmi bæði í hreysi og höll. Ætli það sé ekki heldur nær að þrífa innan í sér. Ég meina, Jesús minnti Mörtu sjálfur á það að hún þyrfti stundum að slaka á í heimilisstörfunum og hugleiða meira, eins og María Magdalena gerði. Ég er að spá í að taka mér þetta til fyrirmyndar og reyna að halda hinu óþarfa stressi fjarri heimilinu. Ég veit að börnin og eiginmaðurinn yrðu glöð.
Jæja, það var víst ekki á þetta skjal sem ég átti að pikka, heldur eitthvað annað og mikilvægara ;)
Eigið góða helgi!
Allt er fínt að frétta af bumbubúanum, sem lætur vel af sér vita, enda meðgangan hálfnuð núna. Ég hélt að barnið ætlaði hreinlega að rífa gat á kvið mér og stinga sér til leiks við systkini sín um daginn þegar við lágum í bólinu og börnin voru að rótast, slík voru lætin! Við fórum í 20-vikna sónarinn á mánudaginn og allt leit vel út. Ég lét líka mæla í mér blóðþrýstinginn í gær og hann er í góðu lagi, allt eins og það á að vera. Vonandi heldur það bara áfram.
Jólastressið á heimilinu er ekki mikið, en hins vegar er skólastress farið að láta á sér kræla, þó ekki alvarlega. Við stefndum að því að klára ritgerðina fyrir mánudaginn næsta, en það verður ekki úr, við verðum búnar á miðvikudaginn. Enda í góðu lagi, óþarfi að búa til óþarfa stress. Þetta með óþarfa stressið gerir það einmitt að verkum að ekki verða veggir eða eldhúsinnrétting gerð hrein fyrir jólin. Jólin koma þrátt fyrir það, svo það er um að gera að hleypa gleðinni frekar að en að hreyta ónotum í fjölskyldufólk vegna þess að ekki náðist að þrífa almennilega fyrir komu Jesúbarnsins. Einhvers staðar var líka sungið um það að það kæmi bæði í hreysi og höll. Ætli það sé ekki heldur nær að þrífa innan í sér. Ég meina, Jesús minnti Mörtu sjálfur á það að hún þyrfti stundum að slaka á í heimilisstörfunum og hugleiða meira, eins og María Magdalena gerði. Ég er að spá í að taka mér þetta til fyrirmyndar og reyna að halda hinu óþarfa stressi fjarri heimilinu. Ég veit að börnin og eiginmaðurinn yrðu glöð.
Jæja, það var víst ekki á þetta skjal sem ég átti að pikka, heldur eitthvað annað og mikilvægara ;)
Eigið góða helgi!
mánudagur, desember 10, 2007
Helgin og Vífill hinn frægi
Helgin var góð. Hún hófst með þessari líka fínu pítsuveislu hjá Heiðu á föstudaginn þar sem engin var pítsan, heldur sniglar í hvítlaukssmjöri og sveppum og nautakjöti með tilheyrandi. Í góðu yfirlæti snæddum við og horfðum svo á sjónvarpið á meðan krakkarnir nýttu tímann til leikja. Sökum veikinda í Esbjerg mætti frúin þar ein síns liðs með afkvæmin tvö, þau Sesselju og Eyþór Gísla, í "jólaheimsókn" á laugardaginn. Haldið var í miðbæinn að skoða jól í anda HC Andersen og samlifenda, auk þess sem fest voru kaup á hinu ylmandi karamelluenglatei. Ummm... svo gott, svo gott. Át mikið hófst svo fljótlega eftir heimkomu, þrátt fyrir að nýbökuðum dönskum og norskum kleinum hafi verið gerð góð skil á bæjarröltinu. Gemlingar fengu að vaka lengur í tilefni heimsóknarinnar og foreldrarnir höfðu varla eirð í sér að koma þeim í ból sökum mikillar seddu. Sunnudagurinn fór svo í piparkökubakstur þar sem ungarnir fengu notið sín, bæði stórir og smáir, við útskurð á jólasveinum, -skóm, -stjörnum og fleiru spennó. Dagsverkinu var lokið með heimsókn til fólksins í langtíburtiztan, Bæba og Salvarar. Þar hámuðum við að sjálfsögðu í okkur nýbakaðar smákökur, kaffi og brauð. Ummm... nammi, namm!
Svo spennandi var helgin okkar.
En að öðru. Honum Vífli Atlasyni hefur tekist ætlunarverk sitt! Í dag er hann bæði á forsíðu Nyhedsavisen og á síðu 2, sem að mig minnir séu nú merkilegustu síður blaðanna, auk baksíðu. Saga símaatsins er rakin og hann er sagður hafa farið illa með bæði forsetakrifstofuna í Hvíta húsinu sem og íslenska fjölmiðla. Ég get nú ekki að því gert að brosa svolítið innan í mér af þessu athæfi hans. Eitt er að hann hafi fengið símanúmerið einhvers staðar og svo þorað að láta til leiðast og hringja í símanúmerið, en hitt að hann hafi einungis þurft að svara spurningum um forseta voran sem flestir Íslendingar, sem og aðrir, geta leitað svara við á einfaldan og fljótlegan hátt ef þeir á annað borð ekki vita svörin nú þegar, eins og kom í ljós hjá Vífli, finnst mér hreinasta vitleysa. Hvers vegna er ekki öllum toppum landa sem í sambandi eiga við forseta BNA útdeildur kóði sem þarf að lesa upp fyrir ritara forsetans? Mér er spurn! Vita þeir þarna fyrir vestan ekki að internetið er stórum hluta vestrænnar menningar aðgengilegt? Vonandi taka þeir þó ekki upp á því að loka fyrir internet aðgang annarra en Bandaríkjamanna sökum þessa ;)
Svo spennandi var helgin okkar.
En að öðru. Honum Vífli Atlasyni hefur tekist ætlunarverk sitt! Í dag er hann bæði á forsíðu Nyhedsavisen og á síðu 2, sem að mig minnir séu nú merkilegustu síður blaðanna, auk baksíðu. Saga símaatsins er rakin og hann er sagður hafa farið illa með bæði forsetakrifstofuna í Hvíta húsinu sem og íslenska fjölmiðla. Ég get nú ekki að því gert að brosa svolítið innan í mér af þessu athæfi hans. Eitt er að hann hafi fengið símanúmerið einhvers staðar og svo þorað að láta til leiðast og hringja í símanúmerið, en hitt að hann hafi einungis þurft að svara spurningum um forseta voran sem flestir Íslendingar, sem og aðrir, geta leitað svara við á einfaldan og fljótlegan hátt ef þeir á annað borð ekki vita svörin nú þegar, eins og kom í ljós hjá Vífli, finnst mér hreinasta vitleysa. Hvers vegna er ekki öllum toppum landa sem í sambandi eiga við forseta BNA útdeildur kóði sem þarf að lesa upp fyrir ritara forsetans? Mér er spurn! Vita þeir þarna fyrir vestan ekki að internetið er stórum hluta vestrænnar menningar aðgengilegt? Vonandi taka þeir þó ekki upp á því að loka fyrir internet aðgang annarra en Bandaríkjamanna sökum þessa ;)
fimmtudagur, nóvember 29, 2007
Leikhorn í verslunum
Mér hefur reyndar oft dottið þetta í hug. Reyndar er ég sammála því að svona sjónvarpshorn eigi ekki heima í matvöruverslunum, en það væri kærkomið í H&M t.a.m. Mikið yrði Helgi minn glaður og það sem betra er, ég fengi tíma til að þukla á öllum spjörunum, án þess að hafa karlinn dragandi lappirnar á eftir sér með fýlusvip á vör, sökum skemmtanaleysis innkaupaferðarinnar. Hingað til hef ég þó leyst þetta vandamál þannig að hann er geymdur heima ásamt börnum á meðan ég fæ að njóta mín í Rose eða miðbænum ;) Þrátt fyrir umræðu um misrétti, þar sem ég er að mestu leyti sammála jafnréttissinnum, verðum við jú líka að viðurkenna muninn á körlum og konum. Flestum okkar kvennanna þykir skemmtilegra en körlunum í búðunum.
föstudagur, nóvember 23, 2007
Slen
Ótrúleg leti, þreyta og droll einkennir heimilislífið þessa dagana. Ég skelli skuldinni að sjálfsögðu á ferðalangann sem hefur tekið sér bólfestu í kroppnum mínum. Svo slæmt er þetta orðið að fólk er farið að kvarta yfir því að komast ekki framhjá garðinum sökum óklipptra trjáa, svo það er spurning að fara að gera eitthvað í þeim málum. Það ætti ekki að taka svo langan tíma. Reyndar ætla ég að skella mér í jólabakstur á morgun á meðan Helgi er í vinnunni. Ætli ég fái ekki spræka unga til liðs við mig. Tegundir morgundagsins eru reyndar ekki útvaldar enn, en ég geri ráð fyrir einni brúnni lagtertu og svo eins og einfaldri uppskrift af einhverri sniðugri sort. Svo mikill er slappleikinn hér á bæ að ég er meira að segja að spá í að vera snemma með jólaskrautið í ár, svona til að létta lundina aðeins og vonast eftir smá orkukipp við ljósasjóvið sem við ætlum að setja upp. Það er óskandi að það takist, enda þarf að skila svona eins og einni ritgerð fyrri 20. des. og svo tekur við próflestur, svo ekki fer mikill tími í jólabókalestur þessi jólin frekar en þau tvö fyrri. Jólabókin mín í ár er Cleft Palate Speech. Mæli eindregið með henni!
Hef þetta ekki lengra að sinni. Ég ætla að koma mér í búðina að kaupa fyrir baksturinn áður en ég dríf mig á fyrirlestur uppi í skóla og svo á jólafrúkost! Jahú!
Hef þetta ekki lengra að sinni. Ég ætla að koma mér í búðina að kaupa fyrir baksturinn áður en ég dríf mig á fyrirlestur uppi í skóla og svo á jólafrúkost! Jahú!
laugardagur, nóvember 17, 2007
Hvað er málið?
Ég veit ekki hvort ég nái honum Helga mínum nokkurn tímann aftur heim til Íslands ef maður þarf að hafa 680.000 í mánaðarlaun til þess eins að geta greitt af húsnæði og bíl. Ég efast stórlega um að ég verði hálaunamanneskja hjá íslenska ríkinu. Svo það er spurning að sjá hvað setur hér í Danaveldi áður en farið verður að huga að heimferð, enda ekki á dagskrá næstu árin. Mér finnst þessi hækkun á húsnæðisverði heima sem og vöxtum húsnæðislánanna til skammar. Þörf fyrir húsnæði er ein okkar helstu þarfa. Svo það ætti í raun að vera þak á húsnæðisverði, þar sem ríkið tekur í taumana til að sjá til þess að allir hafi kost og möguleika á því að kaupa sér húsnæði, því ekki er verðið á leigumarkaðnum á klakanum mikið skárra. Í fréttinni er í jú einungis rætt um Reykjavík, en ég geri ráð fyrir því að það sama eigi við um nágrannabæjarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Það er spurning hvort maður endi á Flateyri eða í öðru smáþorpi á Vestfjörðum ef hugurinn leitar heim og maður vill getað leyft sér almennilegan vinnutíma og góða sunnudagssteik öðru hverju.
föstudagur, nóvember 16, 2007
Er mannslíf einskis virði?
Ég veit að maður á að bera virðingu fyrir hinum ýmsu siðum, venjum og trúarbrögðum og það reyni ég eftir fremsta megni að gera. En hvernig er hægt að bera virðingu fyrir fólki sem leyfir sér að framkvæma þetta?
Ég skil ekki svona. Ærumorð og -meiðingar virðast heldur vera regla en undantekning hjá þeim þjóðarbrotum sem koma frá miðausturlöndum, hvort sem þeir eru búsettir í heimalandi sínu eða í öðrum löndum, eins og reynslan hefur sýnt fram á hér á Norðurlöndum.
Hræðilegt.
Ég skil ekki svona. Ærumorð og -meiðingar virðast heldur vera regla en undantekning hjá þeim þjóðarbrotum sem koma frá miðausturlöndum, hvort sem þeir eru búsettir í heimalandi sínu eða í öðrum löndum, eins og reynslan hefur sýnt fram á hér á Norðurlöndum.
Hræðilegt.
þriðjudagur, nóvember 13, 2007
London
Þá er seinteknum hveitibrauðsdögum okkar hjóna lokið. London var rosa fín, en slær þó ekki Berlín út. Tíminn fór mikið í ráp, á milli túristastaða og búða, frábært alveg! Ég hafði þó hemil á mér í innkaupapokauppfyllingum, enda eiginmaðurinn mér til halds og trausts. Hótelherbergið olli svolitlum vonbrigðum þar sem það var líkara káetu en hótelherbergi, þar sem plássið var af skornum skammti. Baðherbergið var minna en það í Goðatúninu, og við sem héldum að það væri ekki hægt! Óléttuskapið lét til sín segjast og kerla snappaði smá, en bara smá. Hélt þó andliti og lét vonbrigðin með herbergið ekki skemma ferðina, enda laglegur ferðalangur með í för ;) Við skelltum okkur á Mamma mia sjóvið a´la ABBA-meðlimirnir Benny og Björn. Hreint út sagt frábær sýning! Meiriháttar alveg. Reyndar fór skapið versnandi hjá kerlu eftir að inn í leikhúsið var komið og við gerðum okkur grein fyrir því að við sátum á bekk 2 og það beint fyrir aftan hljómsveitarstjórann. Addý ákvað því að skjótast fram til sætaskiparanna og athuga hvort mögulegt væri á sætaskiptum, en því miður var uppbókað. Það varð þó ekkert því miður þegar sýningin hófst því ég tók aldrei eftir þessum gaur þarna fyrir framan mig sem baðaði út höndum til að halda hljómsveitarmönnunum við efnið. Neibb, til þess var sýningin alltof áhugaverð. Mæli eindregið með henni ef leiðin liggur um London!
Túristafílingurinn náði hámarki í rútuferð um borgina, fyrir utan Buckingham Palace og Tower of London, inni í Westminister Abbey og hátt yfir borginni í London eye. Geggjað. Maturinn á Aberdeen Angus Steakhouse var líka rosa góður, nautafillet með tilheyrandi. Ummm... Ókryddaði sósulausi hamborgarinn á Planet Hollywood var hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir, en við fáum aldrei leið á Starbucks Café! Ummm... KFC heimsóttum við líka, ásamt Disney store, Marks og Spencer og fleiri sniðugum búðum. Í Debenhams afgreiddi okkur stúlka sem kunni örfá orð í dönsku og skildi því dönskublönduðu enskuna mína, sem betur fer!
Myndir koma seinna inn á síðuna hjá krökkunum. Myndavélin dó efst í London Eye!
Þar til næst...
Túristafílingurinn náði hámarki í rútuferð um borgina, fyrir utan Buckingham Palace og Tower of London, inni í Westminister Abbey og hátt yfir borginni í London eye. Geggjað. Maturinn á Aberdeen Angus Steakhouse var líka rosa góður, nautafillet með tilheyrandi. Ummm... Ókryddaði sósulausi hamborgarinn á Planet Hollywood var hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir, en við fáum aldrei leið á Starbucks Café! Ummm... KFC heimsóttum við líka, ásamt Disney store, Marks og Spencer og fleiri sniðugum búðum. Í Debenhams afgreiddi okkur stúlka sem kunni örfá orð í dönsku og skildi því dönskublönduðu enskuna mína, sem betur fer!
Myndir koma seinna inn á síðuna hjá krökkunum. Myndavélin dó efst í London Eye!
Þar til næst...
fimmtudagur, nóvember 08, 2007
Helgi afmælisbarn
Í dag á karlinn minn afmæli! Til lukku!
Að þessu tilefni ætlar hann að drösla frúnni yfir á eina af Bretlandseyjunum hér í vestri. Dögum helgarinnar verður eytt í stórborginni Lundúnum þar sem við munum upplifa hveitibrauðsdagana í brjáluðu roki og bullandi rigningu, sem skiptir engu þar sem við getum haldist í hendur og haft það kósý! Engin börn, bara við tvö. Það setur þó strik í reikninginn að börnin eru bæði með hitavellu og búin að vera síðan á þriðjudaginn. Þau eru þó nokkuð brött svo við ákváðum að halda okkur við setta dagskrá þannig að Kristrún og Alli og Halla Rós og Sturla fá að hugsa um þau í veikindunum á meðan við heilsum upp á hennar hátign Elísabetu og co. Þau höndla þetta án efa með sóma hjónin!
Með von um að allt fari vel!
Þar til næst...
Að þessu tilefni ætlar hann að drösla frúnni yfir á eina af Bretlandseyjunum hér í vestri. Dögum helgarinnar verður eytt í stórborginni Lundúnum þar sem við munum upplifa hveitibrauðsdagana í brjáluðu roki og bullandi rigningu, sem skiptir engu þar sem við getum haldist í hendur og haft það kósý! Engin börn, bara við tvö. Það setur þó strik í reikninginn að börnin eru bæði með hitavellu og búin að vera síðan á þriðjudaginn. Þau eru þó nokkuð brött svo við ákváðum að halda okkur við setta dagskrá þannig að Kristrún og Alli og Halla Rós og Sturla fá að hugsa um þau í veikindunum á meðan við heilsum upp á hennar hátign Elísabetu og co. Þau höndla þetta án efa með sóma hjónin!
Með von um að allt fari vel!
Þar til næst...
föstudagur, nóvember 02, 2007
Bæn fyrir Gillí
Hún Gillí vinkona okkar liggur nú á líknardeild LSH, því langar mig að setja inn bæn fyrir hana, fyrir valinu varð bæn fyrir sjúka sem finnst í sálmabókinni.
"Drottinn minn Jesús Kristur. Þú hefur sagt: Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld. Nú á ég erfitt og hef byrði að bera, sem þú þekkir betur en nokkur annar. Því kem ég til þín. Oft gleymdi ég þér, þegar allt gekk vel. Gleym þú gleymsku minni. Þú hefur sjálfur liðið og ert kunnugur þjáningum. Þú barst þinn kross, af því að þú vildir taka veikindi vor og bera sjúkdóma vora. Þú elskaðir mig, sekan mann, og gekkst í dauðann fyrir mig. Elska þín er eilíf og getur aldrei brugðizt. Því treysti ég heiti þínu, að þú veitir mér hvíld. Ég bið þig um bata, en segi eins og þú: Verði þinn vilji, faðir í himnunum. Lát mig aðeins finna höndina þína, hvað sem annars mætir mér. Lát mig muna höndina þína og treysta henni, þótt ég finni hana ekki. Veit mér traust hjartans, þolinmæði, rósemi, þann frið þinn, sem er æðri öllum skilningi. Ver þú mín hjálp og hreysti og líf. Bænheyr mig, Drottinn minn og frelsari. Amen."
Elsku Gillí mín og fjölskylda, okkar innilegustu baráttukveðjur.
"Drottinn minn Jesús Kristur. Þú hefur sagt: Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld. Nú á ég erfitt og hef byrði að bera, sem þú þekkir betur en nokkur annar. Því kem ég til þín. Oft gleymdi ég þér, þegar allt gekk vel. Gleym þú gleymsku minni. Þú hefur sjálfur liðið og ert kunnugur þjáningum. Þú barst þinn kross, af því að þú vildir taka veikindi vor og bera sjúkdóma vora. Þú elskaðir mig, sekan mann, og gekkst í dauðann fyrir mig. Elska þín er eilíf og getur aldrei brugðizt. Því treysti ég heiti þínu, að þú veitir mér hvíld. Ég bið þig um bata, en segi eins og þú: Verði þinn vilji, faðir í himnunum. Lát mig aðeins finna höndina þína, hvað sem annars mætir mér. Lát mig muna höndina þína og treysta henni, þótt ég finni hana ekki. Veit mér traust hjartans, þolinmæði, rósemi, þann frið þinn, sem er æðri öllum skilningi. Ver þú mín hjálp og hreysti og líf. Bænheyr mig, Drottinn minn og frelsari. Amen."
Elsku Gillí mín og fjölskylda, okkar innilegustu baráttukveðjur.
mánudagur, október 29, 2007
miðvikudagur, október 24, 2007
Kosningar...
Nú er ég ekki mikið inni í stjórnmálum, en mér finnst pínkulítil skítafýla af þessum blæstri Anders Fogh til kosninga núna í nóvember. Ég á erfitt með að skilja hvernig einn flokkur, sem situr í stjórn, getur ákveðið að flýta alþingiskosningum um rúmt ár vegna þess hve vel þeir koma út í skoðanakönnunum. Sjálfsagt liggur nú eitthvað meira að baki þessari ákvörðun, og ég vona það svo sannarlega, en þetta er skýringin sem fjölmiðlar gefa.
Þessi skóli minn!
Enn er reynt á þolinmæði okkar talmeinafræðinema við SDU! Í gær mættum við galvaskar (og Mark líka, að sjálfsögðu) í tíma eftir nýafstaðið haustfrí. Á móti okkur tók hún Jytte sem er yfir aðalfaginu okkar sem heitir Sprog- og talevanskeligheder med klinik II, og fjallar að mestu um stam, málstol og læbe-, kæbe-, ganespælte (sem er það sama og skarð í vör, höku og góm). Þannig var nefnilega mál með vexti að hann Thorstein, sá færeyski, ákvað að hætta við að kenna okkur um málstol, eins og hann hafði lofað. Hann hafði kennt okkur tvisvar eða þrisvar og ákvað að þetta væri of mikið álag á sig og sagði því starfinu lausu, okkur til mikillar gleði... eða þannig! Aumingjast Jytte mátti því gjöra svo vel að leita að nýjum kennurum fyrir okkur og henni tókst það en við fáum fyrst kennslu í næstu viku í staðinn fyrir í þessari viku, en tímana eigum við að fá, alla sem einn. Þetta er ekki fyrsta skiptið á þessari önn sem kennarar hoppa frá kennslu hjá okkur, en það hefur sem betur fer bara gerst áður en kennsla í þeirri grein sem kennarinn átti að kenna okkur í hefst. Þeir voru víst nokkrir í upphafi annar sem sögðu fyrst já en breyttu í nei þegar líða tók að kennslu. Ótrúlegt.
Ég vona svo sannarlega að þetta komi nú til að haldast eins og það á að vera út önnina, það eru ekki nema tæpir tveir mánuðir eftir af kennslu!
Ég vona svo sannarlega að þetta komi nú til að haldast eins og það á að vera út önnina, það eru ekki nema tæpir tveir mánuðir eftir af kennslu!
mánudagur, október 22, 2007
Gamalt og nýtt
Ég las í Nyhedsavisen í morgun að sú gamla mýta um að kynlíf skaði heyrnina sé að mörgu leyti sönn. Óbeint í það minnsta, því Viagra skaðar heyrnina. Er ekki betra að vera heyrnarskertur og hamingjusamur en óhamingjusamur með fulla heyrn? Ég held ég viti hvað karlmenn veldu! ;)
miðvikudagur, október 17, 2007
Af ýmsu
Þá eru Inga Birna, Helgi Þór og Sveinn Elí búin að kíkja á okkur þetta árið. Það var notó að fá þau. Þau voru svo elskuleg að gefa okkur SS-pylsur og nóg af þeim og þær hökkuðum við í okkur í gærkvöldi með góðri list, okkur til aðstoðar var Heiða gella, hún át þó ekki nema eina, sem verður að teljast heldur dræmt sé til þess litið að um íslenksan þjóðarrétt er að ræða! Ummmm... hvað þær voru góðar puuuuuulsurnar.
Haustfríið gengur ágætlega, búið að hanga svolítið, reyna að lesa og hanga aðeins meira. Börnin voru leyst undan þeirri kvöð að dvelja heima með múttu alla vikuna og fóru glöð í bragði í leikskólann í dag og í gær, spurning hvað ég geri á morgun, en þau verða í fríi á föstudaginn. Við höfum verið að drattast af stað um tíu leytið og sækja þau um þrjú, svo ekki er hægt að segja að þeim sé pískað út, enda kósýheit í leikskólanum þar sem fá börn eru þessa dagana.
Allt er við það sama hjá Helga í vinnunni þó frí sé í skólum, hann þarf jú að vinna fyrir neyslu minni, enda 10% afsláttur í H&M á netinu og kerla þarf að fata börnin upp.
Bríet Huld er loksins búin að fá tíma í ómun svo hægt sé að athuga hvort í lagi sé með nýrun hennar. Hún vætir sig svo oft, hvort sem er á næturnar eða á daginn. Þó svo við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að fá hana sem oftast á salernið, en það virkar bara ekki. Nú er ég búin að fara þrisvar eða fjórum sinnum til læknis með hana vegna þessa og loksins var sá læknir sem tók á móti okkur til í að gera eitthvað frekar en að benda okkur á að setja hana oftar og oftar á klóesettið. Vonandi verður þetta vandamál leyst áður en skvísan byrjar í skóla, börn geta verið svo ljót hvert við annað og smáræði sem þetta getur háð henni í vinatengslum og öðru slíku.
Læt fylgja mynd af lopapilsinu sem ég prjónaði mér um daginn. Myndin er sérlega ætluð múttu.
Þar til næst...
Haustfríið gengur ágætlega, búið að hanga svolítið, reyna að lesa og hanga aðeins meira. Börnin voru leyst undan þeirri kvöð að dvelja heima með múttu alla vikuna og fóru glöð í bragði í leikskólann í dag og í gær, spurning hvað ég geri á morgun, en þau verða í fríi á föstudaginn. Við höfum verið að drattast af stað um tíu leytið og sækja þau um þrjú, svo ekki er hægt að segja að þeim sé pískað út, enda kósýheit í leikskólanum þar sem fá börn eru þessa dagana.
Allt er við það sama hjá Helga í vinnunni þó frí sé í skólum, hann þarf jú að vinna fyrir neyslu minni, enda 10% afsláttur í H&M á netinu og kerla þarf að fata börnin upp.
Bríet Huld er loksins búin að fá tíma í ómun svo hægt sé að athuga hvort í lagi sé með nýrun hennar. Hún vætir sig svo oft, hvort sem er á næturnar eða á daginn. Þó svo við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að fá hana sem oftast á salernið, en það virkar bara ekki. Nú er ég búin að fara þrisvar eða fjórum sinnum til læknis með hana vegna þessa og loksins var sá læknir sem tók á móti okkur til í að gera eitthvað frekar en að benda okkur á að setja hana oftar og oftar á klóesettið. Vonandi verður þetta vandamál leyst áður en skvísan byrjar í skóla, börn geta verið svo ljót hvert við annað og smáræði sem þetta getur háð henni í vinatengslum og öðru slíku.
Læt fylgja mynd af lopapilsinu sem ég prjónaði mér um daginn. Myndin er sérlega ætluð múttu.
Þar til næst...
laugardagur, október 13, 2007
Jólin, blessuð jólin!
Það er ekki laust við það að ég sé að komast í jólaskap. Það kemur trúlega engum á óvart sem mig þekkir ;) Enda "bara" 73 dagar til jóla. Jólavörurnar eru farnar að gægjast í búðirnar. Í Plantorama, sem er svona stórverslun með blóm og svona, er búið að setja upp jólatré og allskyns jólaskraut, ohhh... ég fékk ilinn yfir mig sem fylgir jólunum. Ég var nokkuð ánægð með litaval búðarinnar fyrir þessi jólin, ekkert svart! Rautt, silfrað, gyllt, fjólublátt og ótrúlega fallegur græn-silfraður litur, sem ég á áreiðanlega eftir að bæta í jólasafnið mitt. Það var ekki til að minnka jólastemninguna hjá mér þegar dóttirin tók upp á því að heimta Brunkager í Netto um daginn og sönglaði svo jólalögin dátt!
Já, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
Já, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
laugardagur, október 06, 2007
Hótelið fundið
Við erum búin að bóka hótel í London. Völdum þetta eiginlega þar sem ég var orðin nokkuð þreytt og nett pirruð á vafrinu á milli ólíkra hótelsíðna í leit að hinu fullkomna hóteli fyrir okkur hjónin. Ég ákvað að það fyndist ekki og lét gott heita þegar ég fann þetta sem leit allt í lagi út. Ég sá okkur ekki fyrir mér sitjandi inni á einhverju highclass hóteli inn á milli papparassanna og fræga fólksins sem þeir elta. Kósý stemning á betur við okkur.
Annars hljóðar dagskrá helgarinnar upp á Legolandsferð, fjólubláttafmælispartý hjá Tinnu og trúlega mjög svo Bratztengt afmælisboð hjá Karítas Kristel.
Eigið góða helgi.
Annars hljóðar dagskrá helgarinnar upp á Legolandsferð, fjólubláttafmælispartý hjá Tinnu og trúlega mjög svo Bratztengt afmælisboð hjá Karítas Kristel.
Eigið góða helgi.
miðvikudagur, október 03, 2007
Veistu um gott hótel í London?
Já, Helgi er búinn að kaupa handa okkur ferð til London þann 8. nóvember nk. þá á kauði afmæli og honum fannst alveg tilvalið að blæða á okkur ferð til drottningarinnar. Einn er þó gallinn á gjöf Njarðar en hann er sá að ég get engan veginn valið úr þeim þúsundum hótela sem borgin hefur upp á að bjóða. Svo ef þið vitið um eitthvert gott hótel, með sér baðherbergi (ég hef aldrei prófað slíkt hótel að undanskildu einu á Akureyri forðum daga) og roomservice, þá máttu endilega láta vita. Það myndi ekki spilla fyrir ef staðsetningin væri góð, enda verðum við bara frá fimmtudegi til sunnudags í borginni, svo tímanum má ekki spilla. Enn er ekki búið að ákveða með vissu í hvað tímanum verður eytt, en ég fjárfesti í Turen går til London sem búið er að fletta fram og aftur. Reyndar væri ég meira en til í að skella mér á leik með karlinum, en úrval leikjanna er ekkert sérlega mikið, eini leikurinn sem til greina kemur þessa helgina er Chelsea-Everton. Ég gæti þó smellt nokkrum myndum af fyrir Dadda í leiðinni ;)
Að Londonferðinni undanskilinni er lítið fréttnæmt héðan. Afmælisveislan gekk vel og mætingin var góð. Mexíkóska súpan hitti í mark sem og Spiderman-kakan. Hinar kökurnar runnu líka ágætlega niður með kaffinu eftir að súpunni hafði verið kyngt. Gemsinn fékk fullt af fallegum gjöfum sem að sjálfsögðu hittu beint í mark og hann þakkar hér með fyrir sig!
Halla Rós, Sturla og stelpurnar eru hér ennþá þar sem fyrst er von á búslóðinni á morgun. Húsið eru þau búin að fá afhent og þau verja drjúgum tíma þar í gluggatjaldaupphengingar, IKEAvörusamsetningar og svo framvegis. Enda allt frekar spennandi og framandi. Við fórum reyndar til Árósa í gær við frænkurnar til að mubla upp hjá þeim skötuhjúum. Ferðin gekk vel þrátt fyrir drjúgan þunga bílsins á heimleiðinni, en kagginn er jú kaggi og þolir ýmislegt! Þegar heim var komið skellti ég saman forláta sjónvarpsskáp sem ég festi kaup á á meðan restin af fullorðna heimilisfólkinu skemmti sér yfir uppákomunni! Skápurinn komst þó saman, sjónvarp, dvd-spilari, myndbandstæki og afruglari komust í hann og upp á, og allir urðu obboð glaðir þó sérstaklega "smiðurinn" ég.
Hej så længe!
Að Londonferðinni undanskilinni er lítið fréttnæmt héðan. Afmælisveislan gekk vel og mætingin var góð. Mexíkóska súpan hitti í mark sem og Spiderman-kakan. Hinar kökurnar runnu líka ágætlega niður með kaffinu eftir að súpunni hafði verið kyngt. Gemsinn fékk fullt af fallegum gjöfum sem að sjálfsögðu hittu beint í mark og hann þakkar hér með fyrir sig!
Halla Rós, Sturla og stelpurnar eru hér ennþá þar sem fyrst er von á búslóðinni á morgun. Húsið eru þau búin að fá afhent og þau verja drjúgum tíma þar í gluggatjaldaupphengingar, IKEAvörusamsetningar og svo framvegis. Enda allt frekar spennandi og framandi. Við fórum reyndar til Árósa í gær við frænkurnar til að mubla upp hjá þeim skötuhjúum. Ferðin gekk vel þrátt fyrir drjúgan þunga bílsins á heimleiðinni, en kagginn er jú kaggi og þolir ýmislegt! Þegar heim var komið skellti ég saman forláta sjónvarpsskáp sem ég festi kaup á á meðan restin af fullorðna heimilisfólkinu skemmti sér yfir uppákomunni! Skápurinn komst þó saman, sjónvarp, dvd-spilari, myndbandstæki og afruglari komust í hann og upp á, og allir urðu obboð glaðir þó sérstaklega "smiðurinn" ég.
Hej så længe!
þriðjudagur, september 18, 2007
Bleeeeeeeeeeeeee
Hér er fingurfimi hjónanna í hámarki þessa dagana. Ofnafærslur, spörtlun og málun. Barnaherbergið skal verða fínt og það fyrir afmæli prinsins sem verður nú á laugardaginn. Þá er efnt til stórveislu með kökum og tilheyrandi. Vonandi að eitthvað ætt verði á boðstólnum. Ef illa fer er Chianti pizza ekki langt undan... Annars verður gestkvæmt hjá okkur hjúum næstu vikurnar. Elísabet ætlar að koma með gemsana sína á föstudaginn, enn er óvíst hvort eiginmaðurinn verði með í för. Á laugardagskvöldið, eftir afmælið, kemur Halla Rós frænka með tvær skutlanna sinna og verður hjá okkur í rúma viku, eða þar til hún fær íbúðina sína afhenta, því fjölskyldan af Selfossi ætlar að setjast að hér í bæ um óákveðinn tíma. Drengirnir úr Sandkæret, þeir Daníel og Gabríel ætla líka að dvelja hjá okkur einhverjar nætur. Svo það verður í nógu að snúast, enda fátt leiðinlegra en að hanga í leti, þó það sé auðvelt að detta ofan í það ef maður hefur ekkert fyrir stafni.
Annars fátt í gangi. Lífið gengur sinn vanagang. Skólinn kominn á skrið, en ómögulegt er enn að fá bækur, þar sem kennararnir virðast ekki gera sér grein fyrir því að það þarf að panta þær inn svo hægt sé að selja þær í bóksölunni þar sem þær eiga að vera til sölu. Fúllt...
Best að taka til við lestur í þeirri bók sem ég hef nú þegar fengið!
Svo ég býð góða nótt!
Annars fátt í gangi. Lífið gengur sinn vanagang. Skólinn kominn á skrið, en ómögulegt er enn að fá bækur, þar sem kennararnir virðast ekki gera sér grein fyrir því að það þarf að panta þær inn svo hægt sé að selja þær í bóksölunni þar sem þær eiga að vera til sölu. Fúllt...
Best að taka til við lestur í þeirri bók sem ég hef nú þegar fengið!
Svo ég býð góða nótt!
miðvikudagur, september 12, 2007
Seint og um síðir
Ég ætlaði að vera löngu búin að setja þessa mynd inn! Fór í eitt skemmtilegasta brúðkaup sem sögur fara af í Íslandsförinni hjá þeim hjónum Ingu Birnu og Helga Þór.
Við misstum svo af brúðkaupinu hjá Emblu og Danna um helgina og svo gengu Lára og Halli líka í heilagt hjónaband þarsíðustu helgi! Til hamingju allir!
Fleiri myndir hjá gemlingunum. Ekki vera feimin að senda línu til að fá aðgangsorðið.
Við misstum svo af brúðkaupinu hjá Emblu og Danna um helgina og svo gengu Lára og Halli líka í heilagt hjónaband þarsíðustu helgi! Til hamingju allir!
Fleiri myndir hjá gemlingunum. Ekki vera feimin að senda línu til að fá aðgangsorðið.
sunnudagur, september 09, 2007
Þegar stórt er spurt
Bríet Huld er farin að velta fæðingunni og dauðanum mikið fyrir sér. Sökum þessa spyr hún mikið út í þessa hluti, "Kemur barnið út úr maganum?", "Hvernig kemst barnið í magann?" og svo framvegis. Til að rugla barnið ekki frekar í ríminu, tjáði múttan henni að barnið færi ekki í gegnum meltingarveginn til að ná niður í maga. Tilvonandi móðirin væri heldur ekki skorin upp til að hægt væri að koma barninu fyrir í móðurlífinu. Allt rökréttar athugasemdir og vangaveltur. Í stað þess að persónugera storkinn ákvað ég að segja barninu sannleikann... ja, eða nærri því allan sannleikann; "Barnið kemur í magann þegar pabbinn knúsar mömmuna rosalega fast". Stúlkan greip þetta á lofti og fyrr en varði snéri hún sér að mér og knúsaði mig af öllum sínum lífs- og sálarkröftum og sagði: "Nú er ég komin með barn í magannn".
Já það er stundum erfitt að finna út úr því hvaða svör passa við spurningar barnanna.
Já það er stundum erfitt að finna út úr því hvaða svör passa við spurningar barnanna.
þriðjudagur, september 04, 2007
Heimsókn til kvensjúkdómalæknisins
Skrapp til kvensjúkdómalæknis í gær. Bara svona vegna þess að mér finnst það alveg þrælskemmtilegt! Eða þannig... Jú, reyndar var alltaf gaman og fróðlegt að fara til Þórðar læknis á Íslandi, en allavega... Hjá Þórði fékk ég alltaf þennan fína slopp sem var opinn að aftan, svo ég gæti í það minnsta látið fara vel um mig á meðan ég trítlaði að skoðunarbekknum, en því var ekki að skipta hjá dömunni sem skoðaði mig í gær. Ég mátti láta mér nægja að toga bolinn niðurfyrir helgustu blettina á meðan ég leið yfir gólfið að útglenntum bekknum. Lækninum til aðstoðar var klínikdama sem átti fullt í fangi með að rétta doktornum hin ýmsu skoðunartæki. Þegar ég lagðist á bekkinn þurfti ég að berjast við að missa ekki hláturinn út úr mér því er ég leit upp í loftið, eins og maður gerir iðulega við þessar aðstæður, birtist mér mynd af þremur fiskum, bleikum, bláum og grænum! Ég hefði heldur viljað sjá mynd af einhverjum guðdómlega fallegum manni, það hefði kannski hresst svolítið upp á heimsóknina ;)
Ekki er öll vitleysan eins
Ég veit ekki hvað það segir um mig en ég las þetta
Spurning að fá sér gleraugu.
Er gott eða slæmt að hita pela í örbylgjuofni?
sem: Er gott eða slæmt að hita PELSA í örbylgjuofni?Spurning að fá sér gleraugu.
mánudagur, september 03, 2007
Tilfinningaþrungi
Ég átti ansi heitt samtal við mann hjá ónefndri lánastofnun á Íslandi sem hefur mikið með mál menntafólks að gera um daginn. Aumingjas maðurinn virtist hafa stigið öfugumegin frammúr þennan morguninn þegar ég hringdi. Það sem verra var, þá lá ekkert alltof vel á sjálfri mér. Maðurinn virtist vera æstur þegar hann tók upp tólið og ekki batnaði það þegar líða tók á samtalið, hann hreinlega öskraði til að mynda á samstarfsmann sinn meðan ég var í símanum og þar fram eftir götum. Að sjálfsögðu æstist ég öll upp við þetta og bað manninn vinsamlegast að róa sig. Þá hótaði hann því að skella á mig, mér til mikillar ánægju, eða þannig... Þegar símtalinu svo var lokið settist ég í sófann og byrjaði að vola.
Ég gæti aldrei fyrir mitt litla líf verið þingmaður!
Ég gæti aldrei fyrir mitt litla líf verið þingmaður!
föstudagur, ágúst 31, 2007
Loft í bala
Dugnaðurinn er alveg að fara með mig, eða hitt þó heldur. Letin hefur einkennt síðustu daga, enda veðrið frekar óspennandi og hér hefur rigningin sömu áhrif á sálartetrið og heima á Fróni. Ég skellti mér þó til Esbjerg á þriðjudaginn með gemlingana, enda er best að við séum sem minnst heima þessa dagana þar sem húsbóndinn þarf að læra. Hann stendur hreinlega á haus! En þar sem hann er eins duglegur og hann er þá hef ég engar áhyggjur af því að hann láti bugast undan álagi.
Elí Berg er byrjaður á rauðu deildinni hjá stóru systur sinni og skemmtir sér konunglega þar ásamt stóru krökkunum. Eitthvað á hann þó erfitt með að læra að liggja kyrr í hvílunni, en þetta lærist allt saman. Skvísan fór til talmeinafræðings í dag og múttan fékk að fylgja með. Hún kom þrusuvel út hvað varðar málþroska, skilning og hljóðkerfisvitund og allt það, þrátt fyrir að vera svolítið smámælt. Ástæðan kom í ljós. Trúlega hefur hún tekið sér danska s-ið þar sem það er aðeins veikara en það íslenska, sem er nokkuð skýrt og "hart" ef það er hægt að nota það orð yfir það. Þess vegna fannst talmeinafræðingnum hún ekki vera eins smámælt og mömmunni. Þetta ætti þó að lagast, samkvæmt öllu, þegar fullorðinstennurnar koma, ef ekki þá eigum við að hafa samband við talmeinafræðing aftur. Það var gott að fá það á hreint. Mamman er alltaf jafn móðursjúk.
Hef svosem ekkert að segja, en pikka þetta til að láta vita að við séum á lífi.
Þar til næst...
Elí Berg er byrjaður á rauðu deildinni hjá stóru systur sinni og skemmtir sér konunglega þar ásamt stóru krökkunum. Eitthvað á hann þó erfitt með að læra að liggja kyrr í hvílunni, en þetta lærist allt saman. Skvísan fór til talmeinafræðings í dag og múttan fékk að fylgja með. Hún kom þrusuvel út hvað varðar málþroska, skilning og hljóðkerfisvitund og allt það, þrátt fyrir að vera svolítið smámælt. Ástæðan kom í ljós. Trúlega hefur hún tekið sér danska s-ið þar sem það er aðeins veikara en það íslenska, sem er nokkuð skýrt og "hart" ef það er hægt að nota það orð yfir það. Þess vegna fannst talmeinafræðingnum hún ekki vera eins smámælt og mömmunni. Þetta ætti þó að lagast, samkvæmt öllu, þegar fullorðinstennurnar koma, ef ekki þá eigum við að hafa samband við talmeinafræðing aftur. Það var gott að fá það á hreint. Mamman er alltaf jafn móðursjúk.
Hef svosem ekkert að segja, en pikka þetta til að láta vita að við séum á lífi.
Þar til næst...
föstudagur, ágúst 24, 2007
Komin heim
Komin heim í heiðardalinn, þó engin séu fjöllin hér í Danaveldi. Íslandsheimsóknin var notaleg og vel heppnuð, þó greinilegt sé að tíminn hefði mátt vera lengri sé miðað við allt það fólk sem okkur gafst ekki færi á að heimsækja, en svona er það nú bara. Vonandi er enginn sár og svekktur yfir því.
Heimförin gekk vel. Börnin voru stillt og góð, eins og þeirra er von og vísa, í flugvélinni og ég fékk aðstoð frá tveimur skvísum við að koma börnunum út úr vélinni og yfir í flugstöðvarbygginguna þar sem enginn fékkst raninn. Ein þessara skvísa hjálpaði mér svo að komast að farangursbeltinu. Frábært það. Annars er ekkert að frétta og ferðasagan kemur síðar sökum leti minnar.
Hafið það gott!
Heimförin gekk vel. Börnin voru stillt og góð, eins og þeirra er von og vísa, í flugvélinni og ég fékk aðstoð frá tveimur skvísum við að koma börnunum út úr vélinni og yfir í flugstöðvarbygginguna þar sem enginn fékkst raninn. Ein þessara skvísa hjálpaði mér svo að komast að farangursbeltinu. Frábært það. Annars er ekkert að frétta og ferðasagan kemur síðar sökum leti minnar.
Hafið það gott!
fimmtudagur, ágúst 02, 2007
Hvar er hægt að ná í okkur á Íslandi?
Búin að pakka og skúra út. Nú á bara eftir að strauja heimferðardressið á okkur mæðgurnar, gæjarnir láta sér nægja krumpaðar gallabuxur og boli, við erum hins vegar svo miklar skvísur að við kjósum kjóla.
Fyrir þá sem vilja ná í okkur hjónin verðum við hjá foreldrum okkar til skiptis, annars vegar í síma 5571768 (Katrínarlindin) og hins vegar í síma 4356679 (Hraunholt). Svo er best að senda tölvupóst á netfangið adkri05@student.sdu.dk.
Sjáumst á klakanum!
Knúsar...
Fyrir þá sem vilja ná í okkur hjónin verðum við hjá foreldrum okkar til skiptis, annars vegar í síma 5571768 (Katrínarlindin) og hins vegar í síma 4356679 (Hraunholt). Svo er best að senda tölvupóst á netfangið adkri05@student.sdu.dk.
Sjáumst á klakanum!
Knúsar...
miðvikudagur, ágúst 01, 2007
Ferðasaga litlu fjölskyldunnar
Ohhh... hvað það er gott að vera komin heim! Við skutumst til Svíþjóðar á fimmtudaginn í síðustu viku og komum heim seint á mánudagskvöldið. Notaleg ferð þar sem gist var í tjaldi. Við keyrðum frá Óðinsvéum í gegnum Kaupmannahöfn og stöldruðum aðeins við í Malmö til að skoða fornan heimabæ húsbóndans. Þaðan héldum við áleiðis að Kalmar þar sem átti að tjalda en stoppuðum á tjaldsvæði sem kallast Skippevik rétt fyrir utan Kalmar þar sem myrkrið var óðum að skella á. Skippevik er fallegur staður en því miður með þeim ólesti að þar eru ansi mörg mugg! Að sjálfsögðu komumst við ekki hjá því að fá eins og hundrað stykki inn í tjaldið til okkar, enda voru kvikindin í þúsundatali þarna í kringum okkur á meðan við tjölduðum. Þetta varð til þess að við vorum öll sundurbitin fjölskyldan, Elí Berg varð minnst fyrir barðinu á flugunum. Bríet Huld varð hins vegar illa útleikin eftir meðferð flugnanna á andlitinu á henni og fór svo illa að annað augað lokaðist alveg og hitt að hálfu. Hún fékk því að kíkja til læknis á næsta áfangastað okkar í Vimmerby, heimabæ Astridar Lindgren, þar fékk hún ofnæmislyf og stórlagaðist eftir fyrsta skammt og er aftur orðin eins og hún á að vera. Í Vimmerby tjölduðum við við vatn sem heitir Nossenbaden, þar var kósý og notó, eiginlega engin fluga og allir kátir og glaðir. Við kíktum í veröld Astridar Lindgren, fórum í útsýnisrúnt í traktorslest og röltum svo um miðbæinn. Á leiðinni til Jönköping komum við við í Kattholti þar sem blætt var í trébyssur með áletruðu nafni handa börnunum og bærinn skoðaður ásamt smíðaksemmunni frægu. Kaffibolli var tekinn í Jönköping og brunað af stað aftur. Í Gautaborg höfðum við ætlað okkur að gista, en sökum veðurs ákváðum við að athuga heldur með ferjuna yfir og fengum far yfir næstum með það sama. Við skelltum okkur svo á íþróttagistingu í Jerup, rétt fyrir utan Frederikshavn til að komast hjá því að tjalda í myrkri, enda lentum við í Danmörku kl. 22. Mánudagurinn var þrusugóður veðurfarslega séð og við brunuðum á Skagen til að skoða. Kíktum aðeins í bæinn þar og út á Grenen sem er yrsti oddi Danmerkur. Þar dóluðum við okkur á ströndinni og börnin urðu holdvot og foreldrarnir líka. Hvílík dásemd. Það er hreint ótrúlegt hve það er flott að sjá hvernig öldugangurinn er þar sem Kattegat og Skagerrak mætast og að finna fyrir straumnum þegar maður nálgast mótin. Eftir góðan túr á Skagen stöldruðum við aðeins við í Álaborg og gripum einn kaffi og gáfum gemlingunum ís. Á göngugötunni í Álaborg hittum við, þó ótrúlegt megi virðast, frænku hans Helga, hana Þórdísi Ómarsdóttur Lóusonar ásamt fjölskyldu. Þau eru á ferðalagi um Danmörku og voru fyrir tilviljun þarna í borginni. Það voru fagnaðarfundir! Eftir hittinginn, kaffið og smá pisserí var förinni heitið til Silkeborgar þar sem áætlað var matarstopp. Eftir að hafa troðið í sig skutumst við á Himmelbjerget og kíktum á útsýnið þar, sem var ansi fallegt þrátt fyrir að það væri farið að dimma. Það var svo ansi þreytt og lúin fjölskylda sem mætti á Bláberjaveginn rúmlega ellefu á mánudag.
Næst á dagskrá: Ísland!
Þar til næst...
Ps. sökum áskoranna skelli ég hér með inn mynd af skónum hans Helga ;)
Fleiri myndir er svo hægt að skoða á síðunni hjá gemlingunum mínum, sjá link til hliðar.
Næst á dagskrá: Ísland!
Þar til næst...
Ps. sökum áskoranna skelli ég hér með inn mynd af skónum hans Helga ;)
Fleiri myndir er svo hægt að skoða á síðunni hjá gemlingunum mínum, sjá link til hliðar.
fimmtudagur, júlí 19, 2007
Vandræði
Vinkona mín og sambloggari, Xu Jinglei hefur á innan við sexhundruð dögum fengið 100 milljónir heimsókna. Hún fjallar hvorki um kynlíf né er bloggið hennar yfirfullt af kjaftasögum, heldur skrifar hún um daglegt líf sitt og vangaveltur. Ég geri það nákvæmlega sama en fæ þó ekki svo margar heimsóknir. Hver skyldi vandinn vera? Ég held að hundurinn liggi grafinn í því að bloggið hennar er á kínversku, svo íslenskir blaðamenn hafa í raun ekki hugmynd um hvað fram fer inni á síðunni! Annars hlýtur uppspretta fréttarinnar að vera af öðru bergi brotin en íslensku, ekki þó svo að skilja að ég trúi íslenskum blaðamönnum ekki til að skilja kínverskt letur, heldur held ég að það sé nóg að gera hjá þeim í því að finna "alvöru" fréttir þarna á Íslandinu, svo þeir hafa varla tíma til þess að garfa í því hvaða bloggsíða á veraldarvefnum fær mestar heimsóknir.
Allavega. Ég er í pinku bobba. Helgi keypti sér græna Kermit Adidasskó á ebay um daginn. Við greiddum í gegnum svokallað PayPal með fína gullkoritinu okkar íslenska. Peningurinn var tekinn út af kortinu, en stuttu síðar fengum við tölvupóst frá seljandanum þess eðlis að eitthvað væri að kortinu. Frekar furðulegt þar sem búið var að taka upphæðina út af því. Ég fór því í könnunarleiðangur um PayPalreikninginn okkar og þar kom í ljós að greiðslan væri í athugun. Það eina sem við höfum heyrt er frá seljandanum, þó svo að ég sé búin að senda fyrirspurn um greiðsluna og hvað ég eigi að gera til PayPal. Ekkert svar hefur enn borist. Mér þykir þetta svolítið leitt, því í raun erum við búin að greiða, en seljandi hefur ekki móttekið greiðslu og heimtar að við sendum henni evrur með pósti þar sem hún hefur fengið tölvupóst þess efnis að peningurinn verði lagður inn á okkur aftur frá PayPal. Nú eru liðnar tvær vikur síðan skórnir voru keyptir og næstum jafn langur tími síðan þeir bárust, því sendingin kom næstum með það sama. Við erum því svolítið á milli steins og sleggju, því ekki viljum við stela og heldur ekki tvígreiða fyrir hlutinn. Spurningin er bara hvort maður haldi sig bara ekki við gamaldags búðarverslun héðan í frá.
Hasta luego amigos!
Allavega. Ég er í pinku bobba. Helgi keypti sér græna Kermit Adidasskó á ebay um daginn. Við greiddum í gegnum svokallað PayPal með fína gullkoritinu okkar íslenska. Peningurinn var tekinn út af kortinu, en stuttu síðar fengum við tölvupóst frá seljandanum þess eðlis að eitthvað væri að kortinu. Frekar furðulegt þar sem búið var að taka upphæðina út af því. Ég fór því í könnunarleiðangur um PayPalreikninginn okkar og þar kom í ljós að greiðslan væri í athugun. Það eina sem við höfum heyrt er frá seljandanum, þó svo að ég sé búin að senda fyrirspurn um greiðsluna og hvað ég eigi að gera til PayPal. Ekkert svar hefur enn borist. Mér þykir þetta svolítið leitt, því í raun erum við búin að greiða, en seljandi hefur ekki móttekið greiðslu og heimtar að við sendum henni evrur með pósti þar sem hún hefur fengið tölvupóst þess efnis að peningurinn verði lagður inn á okkur aftur frá PayPal. Nú eru liðnar tvær vikur síðan skórnir voru keyptir og næstum jafn langur tími síðan þeir bárust, því sendingin kom næstum með það sama. Við erum því svolítið á milli steins og sleggju, því ekki viljum við stela og heldur ekki tvígreiða fyrir hlutinn. Spurningin er bara hvort maður haldi sig bara ekki við gamaldags búðarverslun héðan í frá.
Hasta luego amigos!
laugardagur, júlí 14, 2007
Sólarsamba með kokteil í hönd
Það var voðalega fínt hjá okkur kokteilkvöldið í gærkvöld. Þó ekki hafi mætingin verið sérlega góð þá var fámennt en góðmennt.
Við slöfruðum í okkur svona eins og nokkrum frozen margarita daiquiri og frekar misheppnuðum mojito, allt var þetta þó drekkandi að undanskildum ógeðisdrykknum hennar Heiðu. Partýið stóð ekki lengi heldur var þetta allt innan skynsamlegra marka og síðustu gestir fengu far heim rúmlega tvö. Bríet Huld hélt áleiðis til Esbjerg með Elísabetu og ætlar að vera þar næstu daga. Elí Berg ákvað því að gefa foreldrunum grið og svaf til rúmlega ellefu í morgun, geri aðrir betur!
Læt fylgja nokkrar myndir síðan í gær.
Við slöfruðum í okkur svona eins og nokkrum frozen margarita daiquiri og frekar misheppnuðum mojito, allt var þetta þó drekkandi að undanskildum ógeðisdrykknum hennar Heiðu. Partýið stóð ekki lengi heldur var þetta allt innan skynsamlegra marka og síðustu gestir fengu far heim rúmlega tvö. Bríet Huld hélt áleiðis til Esbjerg með Elísabetu og ætlar að vera þar næstu daga. Elí Berg ákvað því að gefa foreldrunum grið og svaf til rúmlega ellefu í morgun, geri aðrir betur!
Læt fylgja nokkrar myndir síðan í gær.
fimmtudagur, júlí 12, 2007
Bla bla bla...
Mikið afskaplega getur maður orðið þungur sökum veðurs, eða réttara sagt sökum skorts á veðurblíðu. Til að reyna að drífa mig og aðra upp úr vesældinni ákvað ég að slá til gjörnings hér á Bláberjaveginum annað kvöld. Hér á að reyna að dansa fram sól með kokteil í hönd, allt í anda Benidorm og huggulegheitanna þar. Þó maður sé ekki með veðrið þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að maður hafi stemninguna! Að sjálfsögðu verða bara góðar kvinnur í partýinu, því slíkt samkvæmi hæfir ekki fótboltabullum með bumbu; karlarnir verða heima, allir nema minn!
Þrátt fyrir veður er vikan búin að vera fín, að undanskildu sleni og kvefi sem settist um mig í upphafi vikunnar. Frekar fúlt að vera slappur um mitt sumar! Reyndar upplifi ég þessa daga ekkert sem sumar, svo það skiptir litlu. Siggi, Ágústa og synir (alls þrír talsins) kíktu við hjá okkur á mánudagskvöldið og dvöldu hér þar til í dag. Takk fyrir heimsóknina, alltaf gaman að fá góða! Þau buðu prinsessunni á heimilinu með sér í undraveröldina Legoland, á meðan hékk pilturinn í pilsfaldi móður sinnar. Hann fékk þó einnig að njóta einkatímans með múttu og pabba með dekri. Hann fékk að velja sér "stórubarnastól". Já, gutti er fyrir löngu vaxinn upp úr "litlubarnastólnum". Fyrir valinu varð ljótasti stóllinn í búðinni. Já, maður á aldrei, ALDREI að taka börnin sín með að velja eitthvað sem maður sjálfur vill hafa eitthvað með að gera. Gulur með dreka!
Jæja, Alli og Kristrún voru að dingla.
Bless í bili!
Þrátt fyrir veður er vikan búin að vera fín, að undanskildu sleni og kvefi sem settist um mig í upphafi vikunnar. Frekar fúlt að vera slappur um mitt sumar! Reyndar upplifi ég þessa daga ekkert sem sumar, svo það skiptir litlu. Siggi, Ágústa og synir (alls þrír talsins) kíktu við hjá okkur á mánudagskvöldið og dvöldu hér þar til í dag. Takk fyrir heimsóknina, alltaf gaman að fá góða! Þau buðu prinsessunni á heimilinu með sér í undraveröldina Legoland, á meðan hékk pilturinn í pilsfaldi móður sinnar. Hann fékk þó einnig að njóta einkatímans með múttu og pabba með dekri. Hann fékk að velja sér "stórubarnastól". Já, gutti er fyrir löngu vaxinn upp úr "litlubarnastólnum". Fyrir valinu varð ljótasti stóllinn í búðinni. Já, maður á aldrei, ALDREI að taka börnin sín með að velja eitthvað sem maður sjálfur vill hafa eitthvað með að gera. Gulur með dreka!
Jæja, Alli og Kristrún voru að dingla.
Bless í bili!
föstudagur, júlí 06, 2007
Endalaus rigning!
Ég er að verða geðveik á þessari endalausu rigningu!
Spurning hvort maður ætti ekki bara að skella sér upp í bílinn og aka af stað suðureftir! Aaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrrgggggggggggggggg!
Spurning hvort maður ætti ekki bara að skella sér upp í bílinn og aka af stað suðureftir! Aaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrrgggggggggggggggg!
fimmtudagur, júlí 05, 2007
LEEEEEEEETI
Þá er fyrsta vikan í fríi liðin. Langi verkefnalistinn er ennþá langur. Ég er hreinlega ekkert búin að gera. Fékk reyndar að passa börnin þeirra Elísabetar og Gulla og hafði mín í fríi, bæði á mánudag og þriðjudag, svo það er kannski ekkert svo skrítið að mér hafi orðið lítið úr verki þá. Svo hitti ég Óla minn í gær og fór út að hlaupa með Ragnhildi, þar með var dagurinn liðinn. Nú er ég hins vegar búin að fara út með Ragnhildi og sturta úr dótakössunum hjá börnunum, en þar með er það upptalið. Uppúrsturtunin tók svo á að ég varð að taka mér smá matarhlé áður en farið yrði í sortéringu ;) Spurning hvort ég þurfi ekki að sparka í rassgatið á mér svo ég haldist á lífi. Leti er hættuleg!
Best að halda áfram!
Hej hej.
Best að halda áfram!
Hej hej.
mánudagur, júlí 02, 2007
Engin þynnka þrátt fyrir mikið djamm!
Það varð þá að við hjónin fórum út á lífið saman. Brúðkaupsafmælið var alveg meiriháttar. Við fórum út að borða á svaka flottan stað hérna sem heitir Den Gamle Kro og er síðan 1683. Frekar flottur staður, en verðið eftir því, svolítið íslenskt. En hvaða hvaða, það er ekki oft sem maður heldur upp á trébrúðkaup! Við völdum okkur fordrykki, Kir-Royal fyrir frúna og Bianco fyrir herramanninn. Í forrétt urðu fyrir valinu frönsk lauksúpa fyrir herrann og sniglar fyrir frúna, þar sem henni þótti alveg tilvalið að prófa þá í tilefni dagsins, þeir voru bara þrusugóðir. Aðalrétturinn var svo nautasteik fyrir herrann og svínalund með pestó fyrir frúna. Þessu var svo skolað niður með yndælu ítölsku rauðvíni. Að átinu loknu héldum við á vit baranna í leit að kaffi og konna og írsku kaffi. Það varð á vegi okkar á kaffi/skemmtistað sem heitir The Room. Þar sem skolli var hlaupinn í okkur var ekki til baka snúið þegar hingað var komið sögu og karlinn lallaði sér að barnum og sótti tvo Frosen strawberry margarita, sem í raun heitir eitthvað allt annað, en bragðast ennþá alveg obboð vel. Ekki varð púkinn minni eftir að hafa innbyrgt þessi herlegheit, svo við héldum í partý hjá árgangnum mínum í skólanum. Nokkuð gott eldhúspartý að undanskildum alltof mörgum sussum. Minnti helst á það þegar henda átti okkur Ingu Birnu niður af svölum fyrir óspektir í partý hjá ónefndri vinkonu okkar í gamla daga, hehehe... Að lokum var partýinu, sem einungis taldi sirka tíu manns, hent út og liðið þrammaði áleiðis í bæinn. Þar sem ég var að prufukeyra nýju fínu grænu skóna sem keyptir voru fyrir brúðkaupið í sumar, fékk ég blöðrur. Svo mín svipti af sér kvenleikahulunni, reif af sér skóna og trítlaði berfætt um bæinn. Helgi var svo sætur að sjá til þess að frúin stigi ekki á glerbrot, svo mér voru allir vegir færir. Reyndar hef ég haltrað síðan sökum blaðranna. En eins og gæinn sagði um daginn: Beauty is pain! Sem trúlega er helsta ástæðan fyrir heimilislegu fatavali mínu í gegnum tíðina. Hehehe...
Til þess að geta farið svona út á lífið þarf að koma gemlingunum einhvers staðar fyrir og Palli og Rósa voru svo vinaleg að taka hlutverk barnapíanna að sér. Takk fyrir það elsku vinir!
Elísabet, Gulli og afkvæmi flúðu hingað til okkar á laugardaginn úr tómu húsinu í Esbjerg. Í dag fóru þau tvö eldri í húsgagnaöflun upp til Árósa og skildu ungana eftir. Það er búið að ganga svaka vel að hafa þau, þau eru alger ljós. Frænkurnar eru alveg að springa úr hamingju yfir því að vera sameinaðar aftur, ef svo má segja, eitt og hálft ár er langur tími í lífi fimm ára gamalla skvísa! Eyþór Gísli er líka mjög meðfærilegur, og kallar mig mömmu, voða heimilislegt. Það er notalegt að fá að kynnast litlu frænkunum og frændunum aftur og nánar. Það er líka notalegt að fá hluta af fjölskyldunni hingað til Danmerkur.
Nú sefur liðið, svo ég ætti kannski að demba mér í draumalandið líka, enda bíður mín rúm fullt af karlmönnum, einum rúmlega eins árs, einum tæplega þriggja og einum á óræðum aldri.
Góða nótt allesammen!
Til þess að geta farið svona út á lífið þarf að koma gemlingunum einhvers staðar fyrir og Palli og Rósa voru svo vinaleg að taka hlutverk barnapíanna að sér. Takk fyrir það elsku vinir!
Elísabet, Gulli og afkvæmi flúðu hingað til okkar á laugardaginn úr tómu húsinu í Esbjerg. Í dag fóru þau tvö eldri í húsgagnaöflun upp til Árósa og skildu ungana eftir. Það er búið að ganga svaka vel að hafa þau, þau eru alger ljós. Frænkurnar eru alveg að springa úr hamingju yfir því að vera sameinaðar aftur, ef svo má segja, eitt og hálft ár er langur tími í lífi fimm ára gamalla skvísa! Eyþór Gísli er líka mjög meðfærilegur, og kallar mig mömmu, voða heimilislegt. Það er notalegt að fá að kynnast litlu frænkunum og frændunum aftur og nánar. Það er líka notalegt að fá hluta af fjölskyldunni hingað til Danmerkur.
Nú sefur liðið, svo ég ætti kannski að demba mér í draumalandið líka, enda bíður mín rúm fullt af karlmönnum, einum rúmlega eins árs, einum tæplega þriggja og einum á óræðum aldri.
Góða nótt allesammen!
föstudagur, júní 29, 2007
Afmæli, brúðkaupsafmæli
Í dag eiga fimm ára brúðkaupsafmæli, Helgi Sigurðsson og Addý Guðjóns Kristinsdóttir. Við óskum þeim hér með til hamingju með daginn. Hingað til hefur allt gengið vel hjá hjúunum, mikil ástúð og hamingju hefur einkennt hjónabandið. Ekki spillir það heldur fyrir að miklir sættir hafa ríkt á heimilinu þar sem hvorki smjör né diskar hafa flogið um loft, ja, í það minnsta ekki að makanum. Sökum brussugangs frúarinnar telst þetta afar gott. Raddbönd eru að mestu ósködduð þó megi greina einstaka "over kompression" eftir fæðingu barnanna, en ekkert sem kemur að sök. Starfsskipting á heimilinu er nokkuð jöfn, hann vinnur og hún eyðir, hún þrífur og hann gerir við. Allt eins og á að vera. Eldhúsverkin deilast jafnt á báða aðila, sem og þvotturinn. Val á nöfnum barnanna, sem nú telja tvö, var í hvorugu tilfellinu vandamál, hún valdi og hann jánkaði.
Allavega. Við eigum afmæli í dag! Í tilefni þessa fékk ég blóm og morgunmat í rúmið. Svo ætlum við út að borða í kvöld og börnin gista hjá tengdaforeldrum hennar Bríetar Huldar, Palla og Rósu.
Eigið góða helgi!
Allavega. Við eigum afmæli í dag! Í tilefni þessa fékk ég blóm og morgunmat í rúmið. Svo ætlum við út að borða í kvöld og börnin gista hjá tengdaforeldrum hennar Bríetar Huldar, Palla og Rósu.
Eigið góða helgi!
fimmtudagur, júní 28, 2007
miðvikudagur, júní 27, 2007
Arrrrrrrrrrrrrrrg!
Rigning, rigning, rigning. Alveg ausandi rigning! Skilið sólinni þarna á Fróni! Ég tek hana svo með til baka í ágúst þegar ég kem heim!
Nýja tjaldið okkar stendur enn út í garði. Búið að vera þar síðan á föstudaginn. Við höfum ekki náð því niður vegna rigningarinnar. Þetta er ömurlegt.
Nýja tjaldið okkar stendur enn út í garði. Búið að vera þar síðan á föstudaginn. Við höfum ekki náð því niður vegna rigningarinnar. Þetta er ömurlegt.
þriðjudagur, júní 26, 2007
Ælupest og niðurgangur
Mikið afskaplega er leiðinlegt að reyna að skrifa ritgerð þegar maginn hangir ekki saman. Fékk upp og niður í gær, frekar fúlt. Er öllu hressari í dag en hausinn er samt að springa. Hef ekkert unnið í ritgerðinni þennan daginn, en ætla að reyna af öllum mætti að verða dugleg, á eftir! Á morgun segir sá lati, en enginn hefur minnst á það að það sýni leti að fresta hlutunum þar til síðar dags.
Ég er komin með fimm síður í þessu verkefni sem á að telja átta síður, svo þetta mjakast. Mottóið var að klára í dag, en það frestast trúlega þar til á morgun, því miður. En þetta verður búið fyrir föstudaginn í það minnsta, þegar skiladagurinn rennur upp.
Ég hef löngum verið talin skrýtin þegar að jólahaldi kemur. Já, jólahaldi! Ég tek alltaf upp á því að telja dagana til jóla einu sinni í ágúst og svo nokkrum sinnum á haustin og svo er niðurtalningin hafin mánuði fyrir jól. Jólatónarnir eiga það líka til að fylgja, sem og jólaföndur. Þetta árið er ég nokkuð snemma í hlutunum, þó ekki sé ég farin að telja niður eða spila jólalög. Ég er búin að kaupa 11 jólagjafir! Geri aðrir betur! Þetta er reyndar allt fyrirfram skipulagt, því ég ætla að taka gjafirnar með mér heim svo ég spari mér sendingarkostnaðinn, sem náði 1000 kr. dönskum í fyrra. Svo þetta er allt í þágu sparnaðar.
Jæja, hef svosem ekkert að blaðra um annað en að á morgun flytja Elísabet, systir hans Helga, Gulli, maðurinn hennar, og gemlingarnir til Esbjerg. Ætli við reynum ekki að kíkja á þau um helgina.
Adios amigos! Og kvittið endilega, það er frekar tómlegt að hafa síðustu færslur upp á 0! Kannski get ég sjálfri mér um kennt og mínum litlausu færslum. Ætti kannski að hafa þær eitthvað meira krassandi.
Ég er komin með fimm síður í þessu verkefni sem á að telja átta síður, svo þetta mjakast. Mottóið var að klára í dag, en það frestast trúlega þar til á morgun, því miður. En þetta verður búið fyrir föstudaginn í það minnsta, þegar skiladagurinn rennur upp.
Ég hef löngum verið talin skrýtin þegar að jólahaldi kemur. Já, jólahaldi! Ég tek alltaf upp á því að telja dagana til jóla einu sinni í ágúst og svo nokkrum sinnum á haustin og svo er niðurtalningin hafin mánuði fyrir jól. Jólatónarnir eiga það líka til að fylgja, sem og jólaföndur. Þetta árið er ég nokkuð snemma í hlutunum, þó ekki sé ég farin að telja niður eða spila jólalög. Ég er búin að kaupa 11 jólagjafir! Geri aðrir betur! Þetta er reyndar allt fyrirfram skipulagt, því ég ætla að taka gjafirnar með mér heim svo ég spari mér sendingarkostnaðinn, sem náði 1000 kr. dönskum í fyrra. Svo þetta er allt í þágu sparnaðar.
Jæja, hef svosem ekkert að blaðra um annað en að á morgun flytja Elísabet, systir hans Helga, Gulli, maðurinn hennar, og gemlingarnir til Esbjerg. Ætli við reynum ekki að kíkja á þau um helgina.
Adios amigos! Og kvittið endilega, það er frekar tómlegt að hafa síðustu færslur upp á 0! Kannski get ég sjálfri mér um kennt og mínum litlausu færslum. Ætti kannski að hafa þær eitthvað meira krassandi.
sunnudagur, júní 24, 2007
Helgarsprell
Ég ætti kannski að taka mér þetta til athugunar og drífa mig í að skrifa þessa blessuðu ritgerð!
Hrútur: Drattastu úr sporunum! Þú þarft að vinna þér inn einhverja peninga. Ef það er svona agalega leiðilegt, reyndu þá að verðlauna þig eftir árangri.
Ég er allavega búin að byrgja mig vel upp af íslensku sælgæti núna eftir 17. júní-hátíðarhöldin sem fram fóru í dag. Það gæti þá verið verðlaunin sem ég veiti mér. Ein kúla eftir hverja skrifaða setningu, ja eða hvert skrifað orð. Hljómar það ekki vel?
Fór annars út á lífið í gær. Ótrúlegt nokk. Skaust í Fruens Bøge ásamt fjölskyldunni. Þar var verið að brenna norn á báli í tilefni Skt. Hans aften, sem er í dag. Þarna var mikið um að vera, fullt af fólki, tónlist og risa bál. Þarna hittum við Palla, Rósu, Kristrúnu, Alla, vinafólk þeirra og gemlingana alla. Krakkarnir nutu sín í botn og minntu mann helst á þegar maður var sjálfur að göslast í brekkunni á kvöldvökunum á Þjóðhátíðinni í gamla daga.
Eftir gamanið í Fruens Bøge var ég göbbuð á smá bæjarrölt ásamt Kristrúnu og Dóru, vinkonu hennar frá Íslandi. Við mæltum okkur mót við Heiðu, Arnar, Ragnhildi og Mána í bænum og röltum með þeim um skemmtistaðina hér í bæ. Þetta var bara frekar ljúft, að undanskildum tónunum á Frank A. Þar réð teknótónlistin ríkjum og þeir sem mig þekkja vita að ég er ekkert sérlega hrifin af sama endalausa trommusólóinu. Trúlega hefði ég verið sú fyrsta á dansgólfið ef um hefði verið að ræða snillinga á borð við Frank Sinatra, Michael Jackson eða Tinu Turner! Kallið mig gamaldags, en ég segi að ég sé mjög þroskuð! Hehehe... Ég sagði því skilið við liðið og hélt heimleiðis með smá pítsuátstoppi, alveg eins og í gamla daga. Svaf svo til hádegis ásamt ungunum mínum í dag! Segið svo að uppeldið sé ekki gott!
Njótið dagsins.
Hrútur: Drattastu úr sporunum! Þú þarft að vinna þér inn einhverja peninga. Ef það er svona agalega leiðilegt, reyndu þá að verðlauna þig eftir árangri.
Ég er allavega búin að byrgja mig vel upp af íslensku sælgæti núna eftir 17. júní-hátíðarhöldin sem fram fóru í dag. Það gæti þá verið verðlaunin sem ég veiti mér. Ein kúla eftir hverja skrifaða setningu, ja eða hvert skrifað orð. Hljómar það ekki vel?
Fór annars út á lífið í gær. Ótrúlegt nokk. Skaust í Fruens Bøge ásamt fjölskyldunni. Þar var verið að brenna norn á báli í tilefni Skt. Hans aften, sem er í dag. Þarna var mikið um að vera, fullt af fólki, tónlist og risa bál. Þarna hittum við Palla, Rósu, Kristrúnu, Alla, vinafólk þeirra og gemlingana alla. Krakkarnir nutu sín í botn og minntu mann helst á þegar maður var sjálfur að göslast í brekkunni á kvöldvökunum á Þjóðhátíðinni í gamla daga.
Eftir gamanið í Fruens Bøge var ég göbbuð á smá bæjarrölt ásamt Kristrúnu og Dóru, vinkonu hennar frá Íslandi. Við mæltum okkur mót við Heiðu, Arnar, Ragnhildi og Mána í bænum og röltum með þeim um skemmtistaðina hér í bæ. Þetta var bara frekar ljúft, að undanskildum tónunum á Frank A. Þar réð teknótónlistin ríkjum og þeir sem mig þekkja vita að ég er ekkert sérlega hrifin af sama endalausa trommusólóinu. Trúlega hefði ég verið sú fyrsta á dansgólfið ef um hefði verið að ræða snillinga á borð við Frank Sinatra, Michael Jackson eða Tinu Turner! Kallið mig gamaldags, en ég segi að ég sé mjög þroskuð! Hehehe... Ég sagði því skilið við liðið og hélt heimleiðis með smá pítsuátstoppi, alveg eins og í gamla daga. Svaf svo til hádegis ásamt ungunum mínum í dag! Segið svo að uppeldið sé ekki gott!
Njótið dagsins.
fimmtudagur, júní 21, 2007
Af verkefnavinnu, brúðkaupi og kaupæði
Þá er fyrri vika verkefnisgerðar að líða undir lok. Enn er ekki stafur kominn á blað og ég sem ætlaði helst að klára þetta í fyrri vikunni! Já, það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Mér er það ómögulegt að fara út í einhverjar aðgerðir ef pressan er ekki nógu mikil. Enn er vika til skiladags, en ég ætla eftir fremsta megni að vera búin á miðvikudaginn í næstu viku. Það verður gaman að sjá hvort það gangi, en það er hér með komið á framfæri og pressan ætti því að fara að gera vart við sig!
Við fengum þetta fallega boðskort í brúðkaup í sumar. Það er svo fallegt að ég ætla að ramma það inn og setja upp á vegg hjá mér. Ég vona að listamanninum sé sama. Boðskortið er í brúðkaup Ingu Birnu og Helga, sem við mætum að sjálfsögðu í! Listamaðurinn er Mæja, frænka Ingu Birnu. Hún er að verða heldur stórt nafn í listaheiminum heima, enda verkin hennar geggjað flott. Litirinir eru æðislegir og álfarnir hennar og fólkið meiriháttar. Ég á einmitt þrjár myndir eftir hana og vildi glöð geta keypt mér eina langa, mjóa yfir sófann minn í stofunni, ég er bara hrædd um að LÍNarbuddan leyfi það ekki.
Hérna í Danaveldi hrynja auglýsingabæklingarnir inn á gólf hjá okkur nokkrum sinnum í viku. Í einum slíkum frá Harald Nyborg rákum við augun í þetta forláta tjald á eitt stykki þúsund krónur danskar. Þar sem við erum tjaldlaus og þar með bjargarlaus í útilegur stukkum við á tilboðið. Fyrst við vorum nú búin að kaupa okkur tjald sáum við að okkur vantaði dýnur í herlegheitin, svona til að þreytt bök verði ekki þreyttari og aumir rassar ekki aumari. Svo við skelltum okkur á tvær tvöfaldar uppblásnar dýnur. Í körfuna fór líka lukt, pumpa og þessi fína, flotta picknicktaska með matarstelli fyrir fjóra, rauðvínsglösum, dúk, servíettum, kælitösku fyrir hvítvínið og stóru kælihólfi fyrir allan matinn. Nú getum við heldur betur farið að skunda okkur út á tún, í garða og í skóginn í lautarferð, eins og ekta Danir gera!
Jæja, Helgi var að pompa inn með súkkulaðið mitt, svo ég verð að fara að vinna fyrir því með pikkingum og textagerð.
Ps. Þar sem rúmum hefur heldur betur fjölgað hérna á heimilinu með kaupum dagsins ætti að vera hægt að taka á móti stærri hópum! Hehehe...
Við fengum þetta fallega boðskort í brúðkaup í sumar. Það er svo fallegt að ég ætla að ramma það inn og setja upp á vegg hjá mér. Ég vona að listamanninum sé sama. Boðskortið er í brúðkaup Ingu Birnu og Helga, sem við mætum að sjálfsögðu í! Listamaðurinn er Mæja, frænka Ingu Birnu. Hún er að verða heldur stórt nafn í listaheiminum heima, enda verkin hennar geggjað flott. Litirinir eru æðislegir og álfarnir hennar og fólkið meiriháttar. Ég á einmitt þrjár myndir eftir hana og vildi glöð geta keypt mér eina langa, mjóa yfir sófann minn í stofunni, ég er bara hrædd um að LÍNarbuddan leyfi það ekki.
Hérna í Danaveldi hrynja auglýsingabæklingarnir inn á gólf hjá okkur nokkrum sinnum í viku. Í einum slíkum frá Harald Nyborg rákum við augun í þetta forláta tjald á eitt stykki þúsund krónur danskar. Þar sem við erum tjaldlaus og þar með bjargarlaus í útilegur stukkum við á tilboðið. Fyrst við vorum nú búin að kaupa okkur tjald sáum við að okkur vantaði dýnur í herlegheitin, svona til að þreytt bök verði ekki þreyttari og aumir rassar ekki aumari. Svo við skelltum okkur á tvær tvöfaldar uppblásnar dýnur. Í körfuna fór líka lukt, pumpa og þessi fína, flotta picknicktaska með matarstelli fyrir fjóra, rauðvínsglösum, dúk, servíettum, kælitösku fyrir hvítvínið og stóru kælihólfi fyrir allan matinn. Nú getum við heldur betur farið að skunda okkur út á tún, í garða og í skóginn í lautarferð, eins og ekta Danir gera!
Jæja, Helgi var að pompa inn með súkkulaðið mitt, svo ég verð að fara að vinna fyrir því með pikkingum og textagerð.
Ps. Þar sem rúmum hefur heldur betur fjölgað hérna á heimilinu með kaupum dagsins ætti að vera hægt að taka á móti stærri hópum! Hehehe...
miðvikudagur, júní 20, 2007
Geturðu hjálpað mér?
Nú er ég á tímamótum, hljómar kannski drastískt, en svona er heimurinn orðinn; yfirborðskenndur með plastívafi.
Þannig er mál með vexti að ég hef ekki litað hárið á mér á stofu síðan í mars í fyrra. Reyndar litaði ég það með búðarlit einhvern tímann síðasta sumar, en síðan þá hefur ekki farið dropi af hárlit á minn koll! Nú stend ég hins vegar frammi fyrir því að finnast ég þurfa að lita mig, samt er ég ekki viss um að ég vilji það. Því spyr ég þig, lesandi góður, á ég að lita eður ei? Mér er það gersamlega ómögulegt að taka þessa ákvörðun sjálf. Talandi um valkvíða!
Það skal tekið fram að þetta hefur ekkert með það að gera að Versace sé að koma aftur í tísku, ásamt öllu því glingri og glamúr sem því tískuhúsi fylgir.
Með von um MIKLA hjálp,
Addsin paddsin.
Þannig er mál með vexti að ég hef ekki litað hárið á mér á stofu síðan í mars í fyrra. Reyndar litaði ég það með búðarlit einhvern tímann síðasta sumar, en síðan þá hefur ekki farið dropi af hárlit á minn koll! Nú stend ég hins vegar frammi fyrir því að finnast ég þurfa að lita mig, samt er ég ekki viss um að ég vilji það. Því spyr ég þig, lesandi góður, á ég að lita eður ei? Mér er það gersamlega ómögulegt að taka þessa ákvörðun sjálf. Talandi um valkvíða!
Það skal tekið fram að þetta hefur ekkert með það að gera að Versace sé að koma aftur í tísku, ásamt öllu því glingri og glamúr sem því tískuhúsi fylgir.
Með von um MIKLA hjálp,
Addsin paddsin.
þriðjudagur, júní 19, 2007
Dagur í lífi Addýjar
Sól og rúmlega 20 stiga hiti. Kerla með rassinn upp í vindinn í arfatínslu. Nokkrum blómum skellt í potta eftir Bilkatúrinn. Bara svona rétt til að punta upp á veröndina okkar. Gemlingarnir hlaupandi um hálfnaktir. Pabbinn á eftir mömmunni með símann í hönd, tengdamamman er á línunni. Restar af 17. júní-rjómatertunni étnar í góðum félagsskap Íslendinga og Dana. Misgáfuleg verkefnavinna, en whatta f... okkur miðar eitthvað áfram. ZNU, LEA, Howard Gardner, Stern og fleiri skemmtilegir guttar og módel uppeldisfræðinnar hitta án efa í mark næstu daga. Skiladagur: 29. júní, fimm ára brúðkaupsafmæli Addýjar og Helga. Já, vinir. Hjónabandið heldur enn! Ekki svo að skilja að ég efi það að það haldi ekki eins lengi og við lofuðum almættinu. Reyni allt til að standa við það, það ku vera svo assskoti heitt í neðra.
Well, það er komið að háttatíma hjá ungviðinu og múttan þarf að drífa sig í plokkun, litun og Despógláp hjá Kristrúnu NIÐRI í Højby.
Adios amigos!
Well, það er komið að háttatíma hjá ungviðinu og múttan þarf að drífa sig í plokkun, litun og Despógláp hjá Kristrúnu NIÐRI í Højby.
Adios amigos!
mánudagur, júní 18, 2007
Hvaðan, hvert og hvenær?
Ég hef oft velt fyrir mér hvaðan ég sé. Ég er fædd í Vestmannaeyjum og alin þar upp þar til ég varð sjö ára. Í uppeldinu var mikið hamrað á því að við fjölskyldan værum Eyjamenn og ekkert annað. Eftir að við fluttum upp á land bjuggum við í Vesturberginu í Breiðholti þar til ég varð 10 ára, þá lá leiðin í Mosfellsbæinn. Að þremur árum liðnum hélt fjölskyldan aftur áleiðis í Breiðholtið, nú í Seljahverfið, þar sem ég bjó þar til ég ruddist inn á hann Helga minn fyrir örfáum árum síðan. Á grunnskólaaldri stundaði ég sem sagt nám við fjóra skóla, Barnaskólann í Vestmannaeyjum, Hólabrekkuskóla, Varmárskóla í Mosfellsbæ og Seljaskóla. Framhaldsskólarnir voru tveir; Menntaskólinn við Sund og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og háskólarnir eru nú þegar orðnir tveir! Já, kannski ekki furða þar sem langafi minn, sem ég er skírð eftir, var kallaður Gaui flakkari.
Allavega, ef ég yrði spurð að því í dag hvaðan ég væri, efast ég um að ég myndi standa stolt upp og segja "frá Vestmannaeyjum", þó mig langi til þess. Mér finnst ég ekki geta það lengur, enda er ég varla þaðan þó ég sé bæði fædd þar, ásamt fólkinu mínu langt aftur í ættir, og uppalin til skólaaldurs. Ég ber þó ákveðnar, sterkar taugar til Eyjanna, sem vonandi aldrei slitna.
Í Mosó kynntist ég mörgu góðu fólki og það kom í ljós að smábæjarfílingurinn átti stórvel við mig. Þar komumst við í nánd við náttúruna, fórum niður í fjöru og móa að leika, í hesthúsin að skoða fákana og fram eftir götum, eitthvað sem ekki stóð til boða í Efra-Breiðholti.
Breiðholtið telst þó trúlega til minna æskustöðva (eins klént og það er) því þar eignaðist ég mínar bestu vinkonur og vini. Í Breiðholtinu var ég unglingur og síðan fullorðin.
Allir þessir staðir og fólkið sem ég kynntist þar hafa sett mark sitt á mig. Því held ég að það eina sem ég geti sagt næst þegar ég er spurð að því hvaðan ég sé, er að ég sé Íslendingur, í húð og hár!
Allavega, ef ég yrði spurð að því í dag hvaðan ég væri, efast ég um að ég myndi standa stolt upp og segja "frá Vestmannaeyjum", þó mig langi til þess. Mér finnst ég ekki geta það lengur, enda er ég varla þaðan þó ég sé bæði fædd þar, ásamt fólkinu mínu langt aftur í ættir, og uppalin til skólaaldurs. Ég ber þó ákveðnar, sterkar taugar til Eyjanna, sem vonandi aldrei slitna.
Í Mosó kynntist ég mörgu góðu fólki og það kom í ljós að smábæjarfílingurinn átti stórvel við mig. Þar komumst við í nánd við náttúruna, fórum niður í fjöru og móa að leika, í hesthúsin að skoða fákana og fram eftir götum, eitthvað sem ekki stóð til boða í Efra-Breiðholti.
Breiðholtið telst þó trúlega til minna æskustöðva (eins klént og það er) því þar eignaðist ég mínar bestu vinkonur og vini. Í Breiðholtinu var ég unglingur og síðan fullorðin.
Allir þessir staðir og fólkið sem ég kynntist þar hafa sett mark sitt á mig. Því held ég að það eina sem ég geti sagt næst þegar ég er spurð að því hvaðan ég sé, er að ég sé Íslendingur, í húð og hár!
föstudagur, júní 15, 2007
Hvers virði er lífið?
Þessi pistill fær þig kannski til að hugsa þig um. Gillí er einstök og frábær kona, sem orðar hlutina á óborganlegan hátt. Kíktu yfir og fáðu innblástur!
fimmtudagur, júní 14, 2007
Líf á ný
Þá er oto-rhino-laryngologi og sprog- og talevanskelighederprófið búið. Ég fékk spurningu um dysartri, sem eru talörðuleikar sem orsakast af skaða í taugakerfinu. Mér fannst mér ganga vel... kennararnir voru sammála en ekki alveg hundraðprósent sammála því ég fékk bara átta. Ég varð alveg hundfúl! Vildi fá 9 eða 10! Þá kom í ljós hvers vegna ég hefði ekki fengið svo háa einkunn; ég er ekki sölumaður! Ég seldi mig ekki fullkomlega í prófinu, eins og þær orðuðu þetta. Þarf að vera öruggari með sjálfa mig og keyra út í svörin. Ég sem hélt ég hefði þetta allt. Prófið varð svolítið líkt samtali og það hentaði mér vel og ég fékk mjög margt og mikið sagt og að ég tel allt satt og rétt. Þær sögðu ennfremur, sem þó er bót í máli, að ég kunni fagið alveg og að ég verði án efa frábær talmeinafræðingur þegar að því kemur. Þetta rökstuddu þær með því að ég átti gott með að lesa þennan ákveðna einstakling sem ég fékk í keisinu mínu, eins og það heitir á góðri íslensku, og gat sýnt fram á að ég gæti fundið hvaða æfingar hentuðu honum. Til að hækka einkunnirnar mínar þarf ég hins vegar að æfa mig, æfa mig, æfa mig! Svo nú er stefnan tekin á sölunámskeið í sumar!
Ha' det godt!
Ha' det godt!
laugardagur, júní 02, 2007
Bogguheimsókn
Við fengum góða heimsókn í gær. Bogga kíkti á okkur frá Kaupmannahöfn. Það var alveg obboð notó að fá hana í smá kíkk. Hún kom í gærkvöld og við kíktum aðeins á Open by night, eins og það heitir hérna í Óðinsvéum þegar búðirnar eru opnar fram eftir öllu. Við blæddum á okkur mat á matsölustað og hygguðum okkur saman. Notó, spotó. Gemlingarnir sofnuðu í bænum og á leiðinni heim svo það voru rólegheit þegar heim var komið, kjaftað, blaðrað og kjaftað meira, eftir það var farið að sofa. Við erum reyndar að spá í að fá Boggu til að búa í gestaherberginu, því það sváfu allir eins og steinar, hvorugt barnanna vaknaði og foreldrarnir fengu þrusuhvíld þó ekki væri kannski sofið sérlega lengi. Tengdaforeldrarnir tilvonandi sóttu skvísuna svo hingað til okkar og kíktu aðeins inn fyrir. Þetta er alveg þrælmyndarlegt fólk, eins og sagt var í gamla daga. Lofar góðu! Bríet Huld var rosa hrifin af Boggu og sá að þarna var komin nýja besta vinkona hennar! Hún fékk hana meira að segja með sér á salernið á matsölustaðnum, þar sem Bríet Huld tyllti sér á gólfið með snyrtibudduna hennar Boggu og naut sín í botn, fékk meira að segja varalit og alles! Að sjálfsögðu fékk Bogga greyið ekkert að hvíla sig og var drifin í feluleik með systkinunum í dag ;) Bríet Huld tilkynnti svo móður sinni hátíðlega að Bogga væri nú engin kona eins og mamma hafði sagt heldur bara stelpa! Ég veit nú ekki hvort það sé vegna hrukkuleysis og hressleika. Trúlega hefur hún þó líka minnt þá litlu svolítið á hana Andreu frænku sína, þó hún sé dökkhærð (þeas Bogga).
Takk fyrir komuna elsku Bogga, það var notó að hafa þig. Hlökkum til að fá ykkur Martin í almennilega heimsókn! Vonandi verður það í sumar!
Jæja, ætla að halda áfram að horfa á leikinn, Svíarnir eru að taka þetta 2:3 en vonandi rífa Danirnir sig upp úr því.
Takk fyrir komuna elsku Bogga, það var notó að hafa þig. Hlökkum til að fá ykkur Martin í almennilega heimsókn! Vonandi verður það í sumar!
Jæja, ætla að halda áfram að horfa á leikinn, Svíarnir eru að taka þetta 2:3 en vonandi rífa Danirnir sig upp úr því.
þriðjudagur, maí 29, 2007
Matvendi
Ég var heimsk og mamma klók þegar ég var lítil (það er nú reyndar þannig ennþá, en það er annað mál). Ég man að ég spurði alltaf þegar hún var að elda hvað væri í matinn, það gera börnin mín líka. Þegar ég hafði svo fengið svar við þeirri spurningu spurði ég hvort mér þætti viðkomandi réttur góður. Ávallt sagði mamma já og ég trúði því, en skildi þó ekkert í því hvað ég átti marga uppáhaldsrétti! Börnin mín eru ekki eins vitlaus og ég var, því miður. Ef ekki er um hamborgara, pylsur eða pítsur að ræða er nok sama hvaða matur er borinn fyrir þau, þau fussa og sveia.
Mikið vildi ég óska þess að ég væri gædd gáfum móður minnar og kæmi matnum ofan í gemlingana.
Mikið vildi ég óska þess að ég væri gædd gáfum móður minnar og kæmi matnum ofan í gemlingana.
mánudagur, maí 28, 2007
Fíkniefni á Litla-Hrauni
Ætti það ekki heldur að vera fréttnæmt ef fíkniefni kæmust inn á Litla-Hraun? Þó svo ég geri mér grein fyrir því að slíkt myndi trúlega aldrei rata í fréttirnar, þar sem vímuefnin yrðu gerð upptæk ef upp um smyglarana kæmist.
Helgarleti
Helgin er búin að vera góð. Hún átti að mestu að fara í lestur fyrir prófið sem ég tek þann 14. júní nk., en eitthvað skolaðist það til. Reyndar er ég búin að lesa eitthvað, þó ekki sé það sérlega mikið. Leti er trúlega það orð sem mest lýsir ástandi heimilisins síðustu daga. Ég réðist þó á mount þvott í gærkvöldi og náði að brjóta því saman og koma því á rétta staði, sem telst til kraftaverka! Vikugamlir kexbitar og pepperónísneiðar fengu flugferð af gólfinu í ruslið. Svo nú er heimilið farið að líkjast heimili. Karlinn ætlar að verðlauna okkur með ferð út í bakarí. Þó svo við höfum étið yfir okkur af köku hjá Kristrúnu og co. í gærdag er ekki þar með sagt að kökukvótinn sé búinn! Ó nei! Auk þess fórum við á mis við útskriftarveisluna hjá Bergi bró í fyrradag, svo einhvern veginn verðum við að bæta okkur það upp.
Vonandi áttuð þið góða helgi!
Es. Einhver tiltekarpúki er hlaupinn í mig og sökum þess hef ég sett nokkrar nýjar krækjur undir "Áhugaverðir vefir", fyrir þá sem vilja kynna sér það nánar.
Fyrir áhugasama eru komnar inn nýjar myndir á síðuna hjá börnunum, sjá tengil hér til vinstri.
Vonandi áttuð þið góða helgi!
Es. Einhver tiltekarpúki er hlaupinn í mig og sökum þess hef ég sett nokkrar nýjar krækjur undir "Áhugaverðir vefir", fyrir þá sem vilja kynna sér það nánar.
Fyrir áhugasama eru komnar inn nýjar myndir á síðuna hjá börnunum, sjá tengil hér til vinstri.
laugardagur, maí 26, 2007
Hreinsunaralda
Ég hreinsaði aðeins út af listanum mínum hérna til vinstri. Þeir bloggarar sem ekkert hefur heyrst frá í lengri tíma fengu að fjúka. Björk Ölvers, frænka hans Helga og sveitungur, tók eitt þeirra stæða sem losnuðu, vonandi er henni sama ;)
Allar frekari vísbendingar um aðrar blaðurskjóður eru vel þegnar!
Allar frekari vísbendingar um aðrar blaðurskjóður eru vel þegnar!
fimmtudagur, maí 24, 2007
Ekki er öll vitleysan eins
Og Bandaríkjamenn vilja ekki herða vopnalöggjöfina í landinu!
Hvað þarf eiginlega mikið til að þeir jánki því að almenn vopnaeign er ekki sjálfsögð réttindi, heldur frelsissvipting almúgans?
Hvað þarf eiginlega mikið til að þeir jánki því að almenn vopnaeign er ekki sjálfsögð réttindi, heldur frelsissvipting almúgans?
miðvikudagur, maí 23, 2007
Til lukku til lukku!
Til hamingju með hvíta kollinn elsku Bergur bróðir!
Ég hefði glöð viljað sjá þig setja hann upp og gleðjast með þér yfir kampavíni og jarðarberjum, það verður vonandi seinna.
Skemmtu þér vel á laugardaginn og njóttu þín í kvöld.
Knúsar og kossar.
Þín systir,
Addý paddý.
Ég hefði glöð viljað sjá þig setja hann upp og gleðjast með þér yfir kampavíni og jarðarberjum, það verður vonandi seinna.
Skemmtu þér vel á laugardaginn og njóttu þín í kvöld.
Knúsar og kossar.
Þín systir,
Addý paddý.
laugardagur, maí 19, 2007
Geggjaðir Gogga-tónleikar!
Ég er þreytt. Ég er þreytt eftir gærdaginn og nóttina. Eftir lestarferðir, gönguferðir, barferðir, búðarferðir og síðast en ekki síst geðveika tónleika með George Michael í Árósum í gærkvöld!
Ég innheimti afmælisgjöfina mína í gær og skellti mér á tónleikana með Kristrúnu. Við skutlurnar tókum lestina í gærmorgun til stærstu borgar Jótlands. Þar hittum við þrjár aðrar skvísur sem komnar voru misjafnlega langt að. Margrét, vinkona Kristrúnar, og Anna, frænka Margrétar, komu alla leið frá Fróni að berja kappann augum og Ósk, systir Margrétar, kom frá kóngsins Köben. Stelpuferð, án barna og karla! Æði! Frosen margarita úti á stétt og búðarráp og öllu slúttað með frábærum tónleikum! Gerist það betra?
Þar sem hversdagsleikinn er tekinn við er best að athuga hvort heilasellurnar séu komnar í gang eftir tæplega sólarhrings vöku og rúmlega fimm tíma svefn.
Góða helgi gott fólk!
Ég innheimti afmælisgjöfina mína í gær og skellti mér á tónleikana með Kristrúnu. Við skutlurnar tókum lestina í gærmorgun til stærstu borgar Jótlands. Þar hittum við þrjár aðrar skvísur sem komnar voru misjafnlega langt að. Margrét, vinkona Kristrúnar, og Anna, frænka Margrétar, komu alla leið frá Fróni að berja kappann augum og Ósk, systir Margrétar, kom frá kóngsins Köben. Stelpuferð, án barna og karla! Æði! Frosen margarita úti á stétt og búðarráp og öllu slúttað með frábærum tónleikum! Gerist það betra?
Þar sem hversdagsleikinn er tekinn við er best að athuga hvort heilasellurnar séu komnar í gang eftir tæplega sólarhrings vöku og rúmlega fimm tíma svefn.
Góða helgi gott fólk!
miðvikudagur, maí 16, 2007
Hamingjuóskir!
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Bergur, hann á afmæli í dag!
Til hamingju með tvítugsafmælið, kæri bróðir!
Knúsar frá okkur öllum á Bláberjaveginum!
Til hamingju með tvítugsafmælið, kæri bróðir!
Knúsar frá okkur öllum á Bláberjaveginum!
sunnudagur, maí 13, 2007
Kondu, kondu, kondu í partý til mín!
Ég fór í nokkuð gott evróvisjónpartý í gær til Heiðu á Slöttílane, þó svo úrslit keppninnar hefðu ekki verið sem ákjósanlegust fyrir okkur Vestur-Evrópubúa. Í partýinu voru samankomnir margir þekktustu flytjenda evróvisjónkeppninnar fyrr og síðar. Þeir sem vilja sjá myndir af herlegheitunum geta farið inn á síðuna hennar Heiðu.
Ég verð líka að viðurkenna að úrslit kosninganna heima ullu heldur miklum vonbrigðum, þó ekki tjái ég mig meira um það að sinni.
Ég verð líka að viðurkenna að úrslit kosninganna heima ullu heldur miklum vonbrigðum, þó ekki tjái ég mig meira um það að sinni.
laugardagur, maí 12, 2007
Lífið, já lífið
Þetta las ég um leið og ég stakk þriðja djúsí Toblerone-bitanum upp í mig:
Hrútur:
Að hugsa um sig líkamlega og andlega er ekki lúxus það er nauðsyn! Hvernig yrðir þú ef þú með sjálfsumhyggju? Stórkostlegur. Taktu eitt skref í þá átt á hverjum degi.
Spurning hvort ekki verði tekið á því á eftir með Rexinu.
Hrútur:
Að hugsa um sig líkamlega og andlega er ekki lúxus það er nauðsyn! Hvernig yrðir þú ef þú með sjálfsumhyggju? Stórkostlegur. Taktu eitt skref í þá átt á hverjum degi.
Spurning hvort ekki verði tekið á því á eftir með Rexinu.
miðvikudagur, maí 09, 2007
mánudagur, maí 07, 2007
Nýttu kosningaréttinn!
Íslendingar í Danmörku, munið að kjósa! Í Óðinsvéum er það gert hjá ræðismanni Íslands að Hvidkærvej 54 , Højme, 5250 Odense SV. Síminn hjá ræðismanninum er 63174217 og hann talar EKKI íslensku, ég endurtek; hann talar EKKI íslensku! ;)
Autt atkvæði er betra en ekkert atkvæði!
Autt atkvæði er betra en ekkert atkvæði!
þriðjudagur, maí 01, 2007
Ég er löggst í bleyti!
Nýjustu rannsóknir vísindamanna styðja þá hugmynd mína að flatmaga á veröndinni í sumar, sleikja sólina og þamba Frosen Margarita! Samkvæmt þessum rannsóknum eru ávaxtakokteilar nefnilega alveg meinhollir! Þetta er hægt að lesa í grein á visir.is.
Eigið góðan fyrsta maí!
Eigið góðan fyrsta maí!
mánudagur, apríl 30, 2007
Samvinnuhæfni dúfna og fleira
Í dag verður þriggja ára félagi minn og "frændi" Sveinn Elí Helgason, ég óska honum hér með til hamingju með daginn!
Ég stóð áðan við eldhúsgluggann og fylgdist með dúfupari sem er að gera sér hreiður í trénu sem er þar fyrir utan. Ég gat ekki annað en dáðst að samvinnuhæfðni parsins. Þau eru reyndar enn að og búin að vera í allan dag og verða trúlega fram á kvöld. Karlinn stekkur niður úr trénu til að leita að góðri grein í hreiðurgerðina, hann leggur mikið upp úr því að fá góða grein því hann tekur eina og eina upp og kíkir á þær og velur svo þá best tilföllnu svo svífur hann aftur upp í tréð til sinnar heittelskuðu og kemur greininni fyrir, spússan lagar greinina svo til svo betra sé að liggja á henni. Kvenfuglinn liggur á hreiðrinu, svo ég geri ráð fyrir því að hún sitji á eggjunum eða sé við það komin að verpa. Það er ótrúlegt að fylgjast með samvinnunni hjá parinu.
En að öðru.
Ég fór á Eivarar tónleika í Præstø á Sjálandi á föstudagskvöldið ásamt Kristrúnu. Það var alveg geggjað. Hún er mikið meiri músíkant en ég hafði gert mér grein fyrir. Hún hélt tónleikunum svotil ein uppi, reyndar hafði hún einn félaga sinn með sem spilaði á eitt og eitt hljóðfæri sem einskonar röddun frekar en undirleik, auk þess sem hann söng rödd í einstaka lagi. Þetta voru alveg meiriháttar tónleikar. Þetta var í litlu bíóhúsi í bænum og minnti mest á Stuðmenn í myndinni "Með allt á hreinu" þegar þeir fóru í hvert krummaskuðið á fætur öðru og héldu tónleika. Við sátum við langborð á einskonar dansgólfi sem liggur milli senunnar og bíóstólanna og fengum snakk og kertaljós, sem gerði tónleikana ennþá persónlegri. Ég mæli eindregið með Eivøru!
Á laugardaginn komu Hildur, Bjarki, Hrafnkell Ari og Ásrún í smá heimsókn. við höfðum það voða kósý og dúlluðum okkur í bæinn eftir lokun og lölluðum okkur bara á leikvöll í gærdag þegar liðið var vaknað. Borðuðum góðan grillmat og fengum okkur eftirrétt. Allt voða notó. Þegar við höfðum séð til þess að þau næðu lestinni ókum við á fund fermingarbarnsins Hrundar Jóhannsdóttur þar sem vel var hægt að troða í sig af ýmsum kræsingum. Ummm... vildi að ég væri í afgöngum þar núna ;) Í fermingarveislunni birtist Þórdís Steinarsdóttir okkur að óvörum. Við ætlum okkur að ræna henni eina kvöldstund frá ættingjunum í norðurbænum áður en hún fer heim.
Jæja, best að fara að drífa sig út í góða veðrið að lesa.
Adios amigos!
Ég stóð áðan við eldhúsgluggann og fylgdist með dúfupari sem er að gera sér hreiður í trénu sem er þar fyrir utan. Ég gat ekki annað en dáðst að samvinnuhæfðni parsins. Þau eru reyndar enn að og búin að vera í allan dag og verða trúlega fram á kvöld. Karlinn stekkur niður úr trénu til að leita að góðri grein í hreiðurgerðina, hann leggur mikið upp úr því að fá góða grein því hann tekur eina og eina upp og kíkir á þær og velur svo þá best tilföllnu svo svífur hann aftur upp í tréð til sinnar heittelskuðu og kemur greininni fyrir, spússan lagar greinina svo til svo betra sé að liggja á henni. Kvenfuglinn liggur á hreiðrinu, svo ég geri ráð fyrir því að hún sitji á eggjunum eða sé við það komin að verpa. Það er ótrúlegt að fylgjast með samvinnunni hjá parinu.
En að öðru.
Ég fór á Eivarar tónleika í Præstø á Sjálandi á föstudagskvöldið ásamt Kristrúnu. Það var alveg geggjað. Hún er mikið meiri músíkant en ég hafði gert mér grein fyrir. Hún hélt tónleikunum svotil ein uppi, reyndar hafði hún einn félaga sinn með sem spilaði á eitt og eitt hljóðfæri sem einskonar röddun frekar en undirleik, auk þess sem hann söng rödd í einstaka lagi. Þetta voru alveg meiriháttar tónleikar. Þetta var í litlu bíóhúsi í bænum og minnti mest á Stuðmenn í myndinni "Með allt á hreinu" þegar þeir fóru í hvert krummaskuðið á fætur öðru og héldu tónleika. Við sátum við langborð á einskonar dansgólfi sem liggur milli senunnar og bíóstólanna og fengum snakk og kertaljós, sem gerði tónleikana ennþá persónlegri. Ég mæli eindregið með Eivøru!
Á laugardaginn komu Hildur, Bjarki, Hrafnkell Ari og Ásrún í smá heimsókn. við höfðum það voða kósý og dúlluðum okkur í bæinn eftir lokun og lölluðum okkur bara á leikvöll í gærdag þegar liðið var vaknað. Borðuðum góðan grillmat og fengum okkur eftirrétt. Allt voða notó. Þegar við höfðum séð til þess að þau næðu lestinni ókum við á fund fermingarbarnsins Hrundar Jóhannsdóttur þar sem vel var hægt að troða í sig af ýmsum kræsingum. Ummm... vildi að ég væri í afgöngum þar núna ;) Í fermingarveislunni birtist Þórdís Steinarsdóttir okkur að óvörum. Við ætlum okkur að ræna henni eina kvöldstund frá ættingjunum í norðurbænum áður en hún fer heim.
Jæja, best að fara að drífa sig út í góða veðrið að lesa.
Adios amigos!
fimmtudagur, apríl 26, 2007
Sumarið er komið!
Eitthvað hefur sólin lagst á blogghendur mínar undanfarið. Hér er sól og hiti, algert sumar! Ummm... ekki amalegt að flatmaga á veröndinni, móka í huggulegheitum á mjúkum pullunum undir sólhlífinni með einn ískaldann! Þetta truflar reyndar svolítið tilvonandi próflestur, en eins og alþjóð veit reddast þetta! ;)
Til að ýta undir gleði okkar fjölskyldunnar kíktu Gummi, Solla og Karítas Björg á okkur í vikunni, þau komu á föstudaginn og fóru í gær. Það var notalegt að hafa þau, takk fyrir komuna kærust! Það fór reyndar lítið fyrir litlu Maríubakkafjölskyldunni, einn túr í bæinn og Zoo var það helsta sem gert var. Svo skruppu þau til Árósa og fóru sjálf í mekka sjoppugleðinnar Bilka og Rosengaardcentret. Nú njóta þau sumarsins í höfn kaupmannanna.
Megi sumarið heilsa landanum!
Adios.
Til að ýta undir gleði okkar fjölskyldunnar kíktu Gummi, Solla og Karítas Björg á okkur í vikunni, þau komu á föstudaginn og fóru í gær. Það var notalegt að hafa þau, takk fyrir komuna kærust! Það fór reyndar lítið fyrir litlu Maríubakkafjölskyldunni, einn túr í bæinn og Zoo var það helsta sem gert var. Svo skruppu þau til Árósa og fóru sjálf í mekka sjoppugleðinnar Bilka og Rosengaardcentret. Nú njóta þau sumarsins í höfn kaupmannanna.
Megi sumarið heilsa landanum!
Adios.
fimmtudagur, apríl 12, 2007
mánudagur, apríl 09, 2007
Berlín, Berlín, Berlín
Ferðin til höfuðborgar Þýskalands var hreint út sagt frábær í alla staði. Þetta er alveg yndisleg borg. Meira að segja klósettin eru æðisleg, sótthreinsuð og flott.
Við komum seinnipartinn á fimmtudaginn og ákváðum að vera ekkert að rembast við neitt þá, heldur komum okkur fyrir og kíktum í kringum okkur í miðbænum, fórum svo á ítlalskan pítsastað og fengum okkur í gogginn. Á föstudaginn langa fórum við í dýragarðinn og kíktum á hann Knút, ísbjarnarhúninn knáa sem búinn er að sigra heiminn. Hann var að sjálfsögðu rosalega sætur, sem og afturendinn á pöndunni, flóðhestarnir og öll hin dýrin. Ég mæli eindregið með ferð í dýragðinn í Berlín, hann er flottur, fínn og temmilega stór. Eftir dýragarðsferðina héldum við á McDonald´s til að seðja sárasta hungrið, enda dugðu Duncin Donuts snúðarnir skammt. Eftir að við vorum búin að troða okkur út af amerískum skyndibitum héldum við á Alexander Platz þar sem við kíktum á markað og röltum þaðan eftir Unter den Linden, áleiðis að Brandenburger Tor. Það var margt að skoða á leiðinni og við kíktum inn í nokkrar túristabúðir um leið og við skoðuðum allar fallegu byggingarnar sem á vegi okkar urðu. Þegar komið var að hliðinu sjálfu skelltum við okkur á Starbucks Coffee og fengum okkur að drekka. Eftir að hliðið hafði verið skoðað í krók og kima og myndir teknar af björnum, úlfhundum og fleiri kynjaverum fórum við í klukkutíma siglingu um borgina, það var rosa gaman. Við fórum af stað frá Dómkirkjunni og komum þar upp aftur. Við sigldum framhjá mörgum merkilegum stöðum og byggingum, en sökum háværra barna og athyglissjúkra fór mest af því sem "gædinn" sagði framhjá okkur, en það skiptir litlu, við nutum útsýnisins og ölsins. Að ferðinni lokinni komum við við á Kentucky Fried þar sem við skófluðum í okkur kjúklingabitum og meðþví. Þegar þessi amerískanskættaðimatardagur var að kvöldi kominn héldum við heim á leið og hvíldum lúin bein. Laugardagurinn var stóri sjoppingdagurinn. Þegar búðarrápinu var lokið um tvöleytið og búið að kíkja á aðra hverja flík í H&M, Zara og fleiri skemmtilegum búðum fórum við á markað rétt fyrir utan miðbæinn, hann var ekkert merkilegur, olli heldur vonbrigðum en hitt, en við duttum í leiðinni inn á þennan fína leikvöll sem gemlingarnir fengu útrás á. Þegar börnin höfðu fengið sína útrás á leikvellinum héldum við í múrleiðangur. Við kíktum á tvo staði þar sem leifar eru af múrnum, báðir eru þeir við Potsdamer Platz, fyrir þá sem eru kunnugir staðarháttum í Berlín. Við sáum meðal annars rústir af neðanjarðarbyrgi Gestapo og gamlan varðturn. Á leiðinni til baka missti ég Helga inn í Clarks-skóbúð þar sem kauði keypti sér frekar flotta sandala fyrir sumarið. Þegar hingað var komið var klukkan farin að nálgast kvöldmatartíma all ískyggilega og því var haldið upp á hótel og þar höfð fataskipti, svo brunuðum við með S-Bahn að Zoologischer Garten og fengum okkur rosa góðan kínverskan mat á frábærum veitingastað. Þar settust Íslendingar á næsta borð við okkur, frekar skondið þar sem þetta var eina skiptið sem ég heyrði íslensku í umhverfinu í ferðinni. Andrea hafði heyrt í einhverjum klakabúum inni í H&M fyrr um daginn. Á veitingahúsinu smakkaði ég heldur undarlegan öl, bjór með piparmyntudropum í, grænan á lit og smakkaðist, ja... ekki eins vel og venjulegur bjór. En allt verður maður að prófa!
Það voru heldur þreyttir ferðalangar sem héldu upp á hótelherbergi í Charlottenburg eftir góðan dag í túristaleik. Á páskadagsmorgun héldum við snemma af stað í Fernsehturm þar sem hægt er að njóta útsýnisins yfir borgina úr 203-207 m hæð yfir sjávarmáli. Þetta er nokkuð góð upplifun og gaman að hafa borgina í Panoramaútsýni. Við skutumst á kaffihúsið sem liggur í rúmlega 207 m hæð og fengum okkur smá í gogginn. Kaffihúsið róterast og því er hægt að fara heilan og jafnvel fleiri hringi á meðan maður nýtur góðs yfirlætis starfsfólksins. Við vorum svo sniðug að fara að ráðum Erlu, sem býr hérna í Óðinsvéum, og fara snemma morguns að turninum, því þegar við komum var svotil engin röð, en þegar við fórum aftur, var röðin orðin nokkuð hundur metrar að lengd.
Að útsýnisferðinni lokinni héldum við svo áleiðis að hótelinu þar sem bíllinn beið fullur af dóti og ókum af stað heimleiðis.
Notaleg ferð með góðu fólki.
Ég mæli eindregið með Berlín! Fólkið þar er afskaplega viðkunnanlegt og hjálplegt, býður fram aðstoð um leið og það sér að maður þarf á henni að halda. Borgin er einstaklega hrein og falleg, að mínu mati í það minnsta og ég hreinlega heillaðist af klósettmenningu Þjóðverjans! Þó það kosti eitthvað að hafa hægðir og létta á sér, þá skipti það engu, því klósettin voru hrein og í flestum tilfellum mjög nýtískuleg!
Það eru myndir inni á heimasíðunni hjá krökkunum fyrir áhugasama!
Við komum seinnipartinn á fimmtudaginn og ákváðum að vera ekkert að rembast við neitt þá, heldur komum okkur fyrir og kíktum í kringum okkur í miðbænum, fórum svo á ítlalskan pítsastað og fengum okkur í gogginn. Á föstudaginn langa fórum við í dýragarðinn og kíktum á hann Knút, ísbjarnarhúninn knáa sem búinn er að sigra heiminn. Hann var að sjálfsögðu rosalega sætur, sem og afturendinn á pöndunni, flóðhestarnir og öll hin dýrin. Ég mæli eindregið með ferð í dýragðinn í Berlín, hann er flottur, fínn og temmilega stór. Eftir dýragarðsferðina héldum við á McDonald´s til að seðja sárasta hungrið, enda dugðu Duncin Donuts snúðarnir skammt. Eftir að við vorum búin að troða okkur út af amerískum skyndibitum héldum við á Alexander Platz þar sem við kíktum á markað og röltum þaðan eftir Unter den Linden, áleiðis að Brandenburger Tor. Það var margt að skoða á leiðinni og við kíktum inn í nokkrar túristabúðir um leið og við skoðuðum allar fallegu byggingarnar sem á vegi okkar urðu. Þegar komið var að hliðinu sjálfu skelltum við okkur á Starbucks Coffee og fengum okkur að drekka. Eftir að hliðið hafði verið skoðað í krók og kima og myndir teknar af björnum, úlfhundum og fleiri kynjaverum fórum við í klukkutíma siglingu um borgina, það var rosa gaman. Við fórum af stað frá Dómkirkjunni og komum þar upp aftur. Við sigldum framhjá mörgum merkilegum stöðum og byggingum, en sökum háværra barna og athyglissjúkra fór mest af því sem "gædinn" sagði framhjá okkur, en það skiptir litlu, við nutum útsýnisins og ölsins. Að ferðinni lokinni komum við við á Kentucky Fried þar sem við skófluðum í okkur kjúklingabitum og meðþví. Þegar þessi amerískanskættaðimatardagur var að kvöldi kominn héldum við heim á leið og hvíldum lúin bein. Laugardagurinn var stóri sjoppingdagurinn. Þegar búðarrápinu var lokið um tvöleytið og búið að kíkja á aðra hverja flík í H&M, Zara og fleiri skemmtilegum búðum fórum við á markað rétt fyrir utan miðbæinn, hann var ekkert merkilegur, olli heldur vonbrigðum en hitt, en við duttum í leiðinni inn á þennan fína leikvöll sem gemlingarnir fengu útrás á. Þegar börnin höfðu fengið sína útrás á leikvellinum héldum við í múrleiðangur. Við kíktum á tvo staði þar sem leifar eru af múrnum, báðir eru þeir við Potsdamer Platz, fyrir þá sem eru kunnugir staðarháttum í Berlín. Við sáum meðal annars rústir af neðanjarðarbyrgi Gestapo og gamlan varðturn. Á leiðinni til baka missti ég Helga inn í Clarks-skóbúð þar sem kauði keypti sér frekar flotta sandala fyrir sumarið. Þegar hingað var komið var klukkan farin að nálgast kvöldmatartíma all ískyggilega og því var haldið upp á hótel og þar höfð fataskipti, svo brunuðum við með S-Bahn að Zoologischer Garten og fengum okkur rosa góðan kínverskan mat á frábærum veitingastað. Þar settust Íslendingar á næsta borð við okkur, frekar skondið þar sem þetta var eina skiptið sem ég heyrði íslensku í umhverfinu í ferðinni. Andrea hafði heyrt í einhverjum klakabúum inni í H&M fyrr um daginn. Á veitingahúsinu smakkaði ég heldur undarlegan öl, bjór með piparmyntudropum í, grænan á lit og smakkaðist, ja... ekki eins vel og venjulegur bjór. En allt verður maður að prófa!
Það voru heldur þreyttir ferðalangar sem héldu upp á hótelherbergi í Charlottenburg eftir góðan dag í túristaleik. Á páskadagsmorgun héldum við snemma af stað í Fernsehturm þar sem hægt er að njóta útsýnisins yfir borgina úr 203-207 m hæð yfir sjávarmáli. Þetta er nokkuð góð upplifun og gaman að hafa borgina í Panoramaútsýni. Við skutumst á kaffihúsið sem liggur í rúmlega 207 m hæð og fengum okkur smá í gogginn. Kaffihúsið róterast og því er hægt að fara heilan og jafnvel fleiri hringi á meðan maður nýtur góðs yfirlætis starfsfólksins. Við vorum svo sniðug að fara að ráðum Erlu, sem býr hérna í Óðinsvéum, og fara snemma morguns að turninum, því þegar við komum var svotil engin röð, en þegar við fórum aftur, var röðin orðin nokkuð hundur metrar að lengd.
Að útsýnisferðinni lokinni héldum við svo áleiðis að hótelinu þar sem bíllinn beið fullur af dóti og ókum af stað heimleiðis.
Notaleg ferð með góðu fólki.
Ég mæli eindregið með Berlín! Fólkið þar er afskaplega viðkunnanlegt og hjálplegt, býður fram aðstoð um leið og það sér að maður þarf á henni að halda. Borgin er einstaklega hrein og falleg, að mínu mati í það minnsta og ég hreinlega heillaðist af klósettmenningu Þjóðverjans! Þó það kosti eitthvað að hafa hægðir og létta á sér, þá skipti það engu, því klósettin voru hrein og í flestum tilfellum mjög nýtískuleg!
Það eru myndir inni á heimasíðunni hjá krökkunum fyrir áhugasama!
miðvikudagur, apríl 04, 2007
Þá er komið að því!
Berlin here we come!
Til lukku með daginn Sigfríð! Til lukku með morgundaginn amma, Binni og Arnar!
Góða ferð til Mílanó elsku amma mín! Ég bið að heilsa Hafþóri, Gerðu og gemlingunum öllum.
Knússsssssssssssssssar...
Til lukku með daginn Sigfríð! Til lukku með morgundaginn amma, Binni og Arnar!
Góða ferð til Mílanó elsku amma mín! Ég bið að heilsa Hafþóri, Gerðu og gemlingunum öllum.
Knússsssssssssssssssar...
mánudagur, apríl 02, 2007
Komin á 30. aldursár!
Þá er 29. afmælisdagurinn liðinn og mér líður bara nokkuð vel, enda enn á þrítugsaldri! Hehehe... Dagurinn í gær var mjög góður, við brunuðum til höfuðstaðarins til að sækja hana Andreu litlu systur (sem reyndar er ekkert svo lítil lengur, þó hún sé enn minni en ég! nananananana!), við tókum ferðina reyndar með trukki og byrjuðum í IKEA, áður en systirin lenti. Þar hömstruðum við sitt lítið af hverju, þá aðallega römmum, svona til að setja kindurnar barnanna upp á vegg og gera eldhúsið og svefnherbergið svolítið hlýlegra. Þegar Andrea hafði bæst í hópinn skelltum við okkur í dulargervi túrista og kíktum á litlu hafmeyjuna, sem olli verulegum vonbrigðum hjá prinsessunni á bænum (þeirri yngri þ.e.a.s., þær eru jú tvær núna ;) ), þetta var stytta! Skvísan átti jú von á því að þarna svamlaði rauðhærð snót í grænum fötum og með flottan sporð! Faðirinn útskýrði fyrir henni að ef Ariel (sem er Disneyfígúran fyrir litlu hafmeyjuna, fyrir þá sem ekki vita) færi upp úr sjónum yrði hún að styttu. Styttan var þess vegna einu sinni lifandi lítil hafmeyja og deginum var bjargað hjá ungu dömunni. Eftir sjokkið hjá hafmeyjunni, smá twixát og hlaup um græna bala, ansi litla reyndar, héldum við í Kristjaníu. Þar var heldur betur áhugavert um að litast og við virtumst skerast úr, við sem vanalega teljum okkur obboð venjuleg, erum það greinilega ekki á Kristjanískan mælikvarða. Ég verð að viðurkenna að mér þótti staðurinn heldur subbulegur og leið ekkert alltof vel með gemlingana mína þarna. En áhugavert var þetta og hrein skylda að kíkja þangað ef maður á leið um Kaupmannahöfn. Frá fríríkinu lá leiðin í Slot Christiansborg, sem er ansi flott. Við kíktum á safn sem er þar í kjallaranum. Þar er hægt að skoða rústir gamalla borga sem áður hafa staðið á sama stað, allt frá tímum Absolons borgar, sem reist var þarna á 12. öld. Þetta var mjög skemmtilegt að skoða. Bríeti Huld þótti þetta líka mjög spennandi, móðurinni til mikillar gleði.
Þar sem við vorum stödd í Kaupmannahöfn ákváðum við að kíkja á Jagtvej 69 þar sem Ungdomshuset stóð þar til fyrir stuttu. Eftir ökutúrinn héldum við á Strikið í spátsitúr og lukum ferðinni á því að fá okkur þessar dýrindis pítsur á veitingastaðnum Mama Rosa. Ummm... svo bauð Andrea upp á ís á eftir. Það var því glöð og kát fjölskylda sem ók heim á leið eftir góðan dag í gamla höfuðstað Frónsins.
Þegar heim var komið reif Andrea upp úr töskunni sinni með góðri hjálp litlu systkinanna á Bláberjavegi! Það var ýmislegt forvitnilegt sem gægðist upp úr töskunni! Við þökkum öll fyrir allar gjafirnar! Takk fyrir okkur.
Ég þakka líka sjálf fyrir allar fallegu gjafirnar og hamingjuóskirnar sem ég fékk í tilefni gærdagsins! Það er eiginlega ótrúlegt að ég skuli enn vera að fá svona margar gjafir! Takk fyrir mig!
Eigið góða dymbilviku!
Þar sem við vorum stödd í Kaupmannahöfn ákváðum við að kíkja á Jagtvej 69 þar sem Ungdomshuset stóð þar til fyrir stuttu. Eftir ökutúrinn héldum við á Strikið í spátsitúr og lukum ferðinni á því að fá okkur þessar dýrindis pítsur á veitingastaðnum Mama Rosa. Ummm... svo bauð Andrea upp á ís á eftir. Það var því glöð og kát fjölskylda sem ók heim á leið eftir góðan dag í gamla höfuðstað Frónsins.
Þegar heim var komið reif Andrea upp úr töskunni sinni með góðri hjálp litlu systkinanna á Bláberjavegi! Það var ýmislegt forvitnilegt sem gægðist upp úr töskunni! Við þökkum öll fyrir allar gjafirnar! Takk fyrir okkur.
Ég þakka líka sjálf fyrir allar fallegu gjafirnar og hamingjuóskirnar sem ég fékk í tilefni gærdagsins! Það er eiginlega ótrúlegt að ég skuli enn vera að fá svona margar gjafir! Takk fyrir mig!
Eigið góða dymbilviku!
laugardagur, mars 31, 2007
Raddþjálfun og fleira
Eitthvað hafa puttarnir verið óviljugir að pikka í lyklaborðið þessa vikuna. Það hefur líka lítið verið fréttnæmt undanfarna daga. Það helsta er kannski að Karítas Kristel hennar Heiðu er búin að vera hjá okkur síðan á miðvikudag. Reyndar var kennslan þessa vikuna nokkuð skemmtileg. Við fengum þennan fína audiologopæd frá norður Jótlandi, sem reyndar er sænsk, til okkar. Hún kenndi okkur ýmsar öndunar- og raddæfingar með ansi líflegum hætti. Það er ekki amalegt þegar maður er látinn reysa sig af flatbotnanum og takast á við æfingar. Skemmtilegt, skemmtilegt. Hún var líka svo lífleg og skemmtileg og gott ef hún tali bara ekki betri dönsku en dönsku kennararnir, í það minnsta þurftu sellurnar ekkert að einbeita sér neitt sérstaklega við hlustun. Flottur kennari hún Jenny Iwarssen, eða var það son? Ég man það ekki. Í miðvikudagstímanum hjá henni hollensku Mieke var farið í afslöppunaræfingar, það er notó! Eitthvað sem maður ætti að gera á hverjum degi, jafnvel oft á dag. Maður verður endurnærður eftir þessar æfingar. Mieke er með okkur í raddþjálfun, því að sjálfsögðu þurfum við að vita hvernig slík þjálfun fer fram svo við sjálfar getum tekið þetta að okkur. Já, þetta er búin að vera ansi lífleg og skemmtileg vika í skólanum.
Framundan er svo kaffi hjá Ragnhildi og Mána. Ragnhildur átti afmæli í gær og ég óska henni hér með til lukku með daginn! Afmælisdeginum mínum ætlum við fjölskyldan að eyða í Kaupmannahöfn þar sem við ætlum að sækja litlu syss sem ætlar að vera hjá okkur yfir páskana. Í tilefni páskanna höfum við ákveðið að fara til Berlínar. Haldið verður af stað á fimmtudaginn og komið heim á páskadag, trúlega seint. Mikið afskaplega hlakka ég til. Reyndar er skjárinn á myndavélinni brotinn, en það verður vonandi hægt að redda myndatökum með litla gatinu, eins og í gamla daga.
Svo eru smá skilaboð til Ingu Birnu: Ég er búin að kaupa kjólinn fyrir brúðkaupið í sumar, svo ég er alveg að verða reddý!
Knúsar og óskir um góða helgi...
Framundan er svo kaffi hjá Ragnhildi og Mána. Ragnhildur átti afmæli í gær og ég óska henni hér með til lukku með daginn! Afmælisdeginum mínum ætlum við fjölskyldan að eyða í Kaupmannahöfn þar sem við ætlum að sækja litlu syss sem ætlar að vera hjá okkur yfir páskana. Í tilefni páskanna höfum við ákveðið að fara til Berlínar. Haldið verður af stað á fimmtudaginn og komið heim á páskadag, trúlega seint. Mikið afskaplega hlakka ég til. Reyndar er skjárinn á myndavélinni brotinn, en það verður vonandi hægt að redda myndatökum með litla gatinu, eins og í gamla daga.
Svo eru smá skilaboð til Ingu Birnu: Ég er búin að kaupa kjólinn fyrir brúðkaupið í sumar, svo ég er alveg að verða reddý!
Knúsar og óskir um góða helgi...
miðvikudagur, mars 21, 2007
mánudagur, mars 19, 2007
Sjálfsagi átvaglsins
Ég byrjaði í nammibindindi í morgun og féll... á hádegi! Fullir skápar af íslensku sælgæti geta varla haldið manni frá nammiátinu. Mig skortir sjálfsaga og mikið af honum! Svo ef þú hefur rekist á vafrandi sjálfsaga, eirðarlausan og áttavilltan þá veistu að hann er minn!
Skilaðu honum!
Skilaðu honum!
fimmtudagur, mars 15, 2007
Søde stemmelæber
Veðrið er ennþá gott og gestirnir eru komnir. Þau komu með fullan poka af Royal-búðing við MIIIIIIIIKINN fögnuð yngstu fjölskyldumeðlimanna, auk þess sem þau færðu okkur ýmislegt annað sem varla er hægt að vera án í útlandinu. Ég skelli inn þakklætiskveðjum hingað þó ég sé búin að þakka þeim formlega. Takk fyrir okkur!
Annars fór ég að skoða raddböndin mín áðan. Þau eru frekar flott að mér skilst, enginn noduli eða cyster eða eitthvað þaðan af verra, bara smá bólga fyrir aftan þau nánar tiltekið fyrir aftan, eða við, cartilago arytenoidea (ísl. könnubrjóskin), ekkert alvarlegt og stafar trúlega af magasýrum. Sveiflunin var góð og eins flott og hægt er að hafa hana í háu tónunum. Mér létti mikið við fréttirnar og stefni ótrauð á mikinn og glæstan frama á söngbrautinni, þegar ég er búin að meika það í talmeinafræðiheiminum.
Eigið áfram góðan dag!
Annars fór ég að skoða raddböndin mín áðan. Þau eru frekar flott að mér skilst, enginn noduli eða cyster eða eitthvað þaðan af verra, bara smá bólga fyrir aftan þau nánar tiltekið fyrir aftan, eða við, cartilago arytenoidea (ísl. könnubrjóskin), ekkert alvarlegt og stafar trúlega af magasýrum. Sveiflunin var góð og eins flott og hægt er að hafa hana í háu tónunum. Mér létti mikið við fréttirnar og stefni ótrauð á mikinn og glæstan frama á söngbrautinni, þegar ég er búin að meika það í talmeinafræðiheiminum.
Eigið áfram góðan dag!
þriðjudagur, mars 13, 2007
Í sól og sumaryl...
Mér datt í hug að smella nokkrum orðum hér inn á þessa blessuðu síðu. Hef, eins og svo oft áður, frá frekar litlu að segja. Er heima með veikan gemling. Elí Berg ældi í morgun svo ég ákvað að vera með hann heima, enda frekar illa liðið þegar foreldrar senda börn sín veik í leikskólann. Þar sem prinsessan mín er nú einu sinni prinsessa fór hún ósjálfrátt að finna fyrir verkjum í maganum og á fleiri stöðu, bróður sínum til samlætis, trúlega liggur hundurinn grafinn í fjórum fullum diskum af Cocoa Puffs, en það er önnur saga. Börnin eru því bæði heima í dag. Mér verður án efa lítið úr verki, ég sem annars ætlaði að vera svo dugleg. Það er tími núna frá 8 til 10 sem ég missi af, en það gerir ekki svo mikið til. Hitt er annað að félagarnir á skrifstofunni í skólanum eru alveg að missa það núna. Í síðustu viku voru settir á okkur einhverjir tímar í kringum páskana sem eru með mætingaskildu. Þetta kemur sér ákaflega illa fyrir marga sem voru búnir að ráðstafa páskafríinu og þurfa þá að breyta því, og það getur kostað skildinginn. Seinnipartinn í gær fengum við svo að vita að það er búið að smella á okkur enn fleiri tímum, bæði í þessari viku og komandi vikum. Það er ansi slæmt fyrir okkur Tinnu þar sem við eigum að mæta á mikilvægan fund á morgun á meðan á kennslu stendur. Við þurfum því að reyna að fá fundinn fluttan en það verður síður en svo auðvelt að finna dagsetningu sem hentar. Það er nokkuð súrt að geta ekki staðið við gefin loforð, því við vorum búnar að samþykkja að vinna alltaf á miðvikudögum, en blessaðir tímarnir lenda meira og minna á þeim dögum. Við möndlum þetta þó einhvern veginn, enda slagorð Íslendinga "þetta reddast!".
Að öðru skemmtilegra. Við hjónin áttum rómantíska stund saman í miðbæ Óðinsvéa í gær, í sól og 16 stiga hita. Frekar notó. Það eru svona stundir sem fá mann til að spyrja sig hvort mann virkilega langi aftur heim á klakann. Þetta var eins og fínn sumardagur á Íslandi, í mars! Í dag sést hins vegar ekki húsa á milli sökum þoku. Það léttir þó seinnipartinn þegar fjölskyldan úr Hafnarfirði mætir á svæðið.
Njótið dagsins.
Að öðru skemmtilegra. Við hjónin áttum rómantíska stund saman í miðbæ Óðinsvéa í gær, í sól og 16 stiga hita. Frekar notó. Það eru svona stundir sem fá mann til að spyrja sig hvort mann virkilega langi aftur heim á klakann. Þetta var eins og fínn sumardagur á Íslandi, í mars! Í dag sést hins vegar ekki húsa á milli sökum þoku. Það léttir þó seinnipartinn þegar fjölskyldan úr Hafnarfirði mætir á svæðið.
Njótið dagsins.
miðvikudagur, mars 07, 2007
Nákvæmlega ekki neitt!
Hæbb! Ég hef svosem ekki frá neinu að segja. Er búin að vera að lesa í bók sem heitir The Voice and its Disorders eftir Greene og Mathieson. Frekar áhugaverð lesning, en mér miðar voða hægt áfram. Bókin er á leslista fyrir fag sem heitir Oto-rhino-laryngologi og fjallar um röddina og eitthvað fleira skemmtilegt.
Það er lítið annað að frétta en að það hefur rignt flesta dagana eftir að síðasta færsla var skrifuð, en ég held fast í vonina að ekki fari hann kólnandi heldur hlýnandi og að Dísa og Siguroddur fái gott veður í Köben um helgina og enn betra veður þegar þau kíkja í kaffi til okkar! Já, það var ánægjulegt að heyra að hjónaleysin vestan að Snæfellsnesi ætluðu að kíkja til Köben og jafnvel að gera sér ferð hingað til véa Óðins til að þyggja svona eins og einn kaffibolla í það minnsta! Hlökkum öll til að sjá ykkur. Annars verður nóg um að vera um helgina, Sara í lærdómsgrúppunni í skólanum heldur upp á afmælið sitt á föstudaginn og á laugardaginn verður veisla hjá Kristrúnu og svo ætla einhverjar hressar kerlur að halda út að borða á laugardagskvöldið ef veður og heilsa leyfir.Eins og áður sagði þá hef ég ekki frá neinu að segja en ég læt mynd fylgja af nýjasta afrakstri prjónavinnunnar fylgja fyrir mömmu. Þó svo að flíkin hafi legið óhreifð í prjónakörfunni í tæp tvö ár er hún loksins tilbúin og að mínu mati vel brúkleg.
föstudagur, mars 02, 2007
Vorið er komið og grundirnar gróa...
Jamm, ég held bara hreinlega að vorið sé komið til okkar hérna í Óðinsvéum. Húfu- og vettlingalaus bæjarferð var einmitt farin í dag, fuglarnir sungu og loftið angaði af vori! Það er óskandi að vorið flýi ekki neitt núna og staldri við fram að sumri.
Fór í Bolighuset Bahne sem ekki fékk mig í minna vorskap. Þangað eru sumarvörurnar komnar. Allskyns bollar, diskar, glös og fínerí fyrir garðinn í sumar. Ummm... Ég hefði getað keypt alla búðina. Svo rölti ég mér einmitt yfir í Tante Grøn, sem er blanda af hönnunar- og hannyrðarverslun, rosa flott. Þar fjárfesti ég í lítilli prjónamaskínu handa dótturinni, enda varla ráð nema í tíma sé tekið að kenna barninu að prjóna. Þó hefði ég glöð viljað ganga út úr versluninni með töluvert stærri poka!
Megi þið eiga góða helgi!
Fór í Bolighuset Bahne sem ekki fékk mig í minna vorskap. Þangað eru sumarvörurnar komnar. Allskyns bollar, diskar, glös og fínerí fyrir garðinn í sumar. Ummm... Ég hefði getað keypt alla búðina. Svo rölti ég mér einmitt yfir í Tante Grøn, sem er blanda af hönnunar- og hannyrðarverslun, rosa flott. Þar fjárfesti ég í lítilli prjónamaskínu handa dótturinni, enda varla ráð nema í tíma sé tekið að kenna barninu að prjóna. Þó hefði ég glöð viljað ganga út úr versluninni með töluvert stærri poka!
Megi þið eiga góða helgi!
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
Gjöld og skattar flugfélaganna
Hvað er málið með skatta og gjöld flugfélaganna? Nú er allt fallið í ljúfa löð vegna þessara gjalda þar sem búið að er að smella þeim inn í heildarverð flugfarsins frá byrjun bókunar, í það minnsta hjá Icelandair. Það er annað sem mig fýsir að vita og það er hvað þessi gjöld eru í raun og veru. Skatta skilur maður, en hvað eru þessi gjöld? Ég vil fá að sjá sundurliðun á því hvað skattarnir eru háir og hvað gjöldin eru há og fyrir það fyrsta hverjir fá gjöldin og ef það eru flugfélögin sjálf, sem líklegast er, þá furða ég mig mikið á því hvers vegna. Erum við ekki búin að greiða fyrir ferðina til flugfélaganna með því að greiða flugfarið? Ég veit ekki betur en að það séu gjöld fyrir flugerðina.
Ég skil þetta hreinlega ekki. Svo ef einhver kann betur skil á þessu máli en vefmiðlarnir íslensku þá má sá hinn sami gera athugasemd þar um.
Ég skil þetta hreinlega ekki. Svo ef einhver kann betur skil á þessu máli en vefmiðlarnir íslensku þá má sá hinn sami gera athugasemd þar um.
þriðjudagur, febrúar 27, 2007
Af einkunnum, skírn, ferðum og saltkjöti
Jæja já, eins og flestir vita erum við búin að kaupa ferð heim til Íslands í sumar. Haldið verður af stað héðan frá DK með vél flugfélagsins Icelandexpress þann 3. ágúst, sem er fyrsti í þjóðhátíð. Að níu dögum liðnum verður heimilisfaðirinn sendur til baka til Danaveldis en restin ætlar sér að dvelja tíu dögum lengur í faðmi og vellystingum fjölskyldu og vina á klakanum. Húrra, húrra!
Annars er lítið annað að frétta héðan úr stórveldinu Danmörku. Enn bólar ekkert á síðustu einkunninni hjá húsmóðurinni, svo ekki láta námslánin af sér spyrjast. Von og óvon um að hafa staðið eða fallið er því enn að hringlast í mallakútunum á eldra hollinu hérna á heimilinu. Samkvæmt fréttum frá skrifstofu skólans má ég fyrst búast við blessaðri dómsuppkvaðningunni um miðjan marsmánuð. Þá verða liðnar sex vikur síðan ég skilaði ritgerðinni. Mikið hlýtur hún að vera góð! Fyrst það þarf að lesa hana aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og...!
Að öðrum málum, Hrönn vinkona og karlinn hennar (sem er enn bara vonabí) skírðu gullfallegu dóttur sína á sunnudaginn, hún fékk nafnið Ísabella Þóra, sem passar mjög vel við þar sem Hrönn er, eftir margra ára dvöl á Spáni, hálf spænsk og útlit litlu rúsunnar er mjög í takt við nafnið, ja eða nafnið í takt við dömuna ætti ég heldur að segja. Hún líkist þó meira pabba sínum, að mínu mati. Gullfalleg stúlka, Ísabella Þóra, og Hrönn að sjálfsögðu líka! Gott ef Haddi er nokkuð svo slæmur sjálfur. Til lukku með þetta kæru vinir!
Að enn öðru. Rétt áður en þessi orð voru pikkuð spjallaði ég við hana Möggu Ástu hans Sigga Finns og við keyptum lestarmiða hingað til Óðinsvéa. Ég pantaði og hún borgaði. Þau ætla nefnilega að kíkja hingað, fjölskyldan úr Hafnarfirðinum, eftir tvær vikur og dvelja hjá okkur í nokkra daga. Gaman, gaman. Reyndar eigum við kannski von á honum Janusi sem var hjá okkur í tvær vikur í haust þá og þegar. Það verður heldur betur gaman fyrir krakkana, enda voru þau eins og mý á mykjuskán síðast þegar hann var hérna. Elísabet og Gulli ætla líka að kíkja á okkur núna í mars ásamt Eyþóri Gísla (Sesselja fær að vera hjá Máney á meðan), þau verða reyndar bara hjá okkur í u.þ.b. sólarhring þar sem þau ætla að kíkja á húsnæði og fleira skemmtilegt í Esbjerg og nágrenni, svona áður en þau flytja til okkar í sumar! Það verður notó að fá einhvern úr fjölskyldunni hingað. Enda ekkert annað en sjálfsagt og réttlátt að við fáum í það minnsta eitt systkini úr systkinahópnum hans Helga, þau eru nú sjö! Um páskana ætlar hún Andrea litla systir (sem að mér skilst sé ekkert sérlega lítil lengur, er einmitt í fyrsta ökutímanum núna!) að kíkja á okkur. Hún ætlar að taka þetta með trompi og vera í heila tíu daga. Hún kemur á afmælisdaginn minn, svo við ákváðum að við skyldum sækja hana til Köben og eyða deginum þar, fara í Kristjaníu og eitthvað skemmtó. Áðan fengum við svo upphringingu þar sem athugað var hvort við gætum hýst litla sæta fjölskyldu úr Maríubakkanum, ættaða úr Eyjum og úr hálfellefuhreppnum á Snæfellsnesi, í vikutíma í lok apríl. Jáhá, að sjálfsögðu! Svo vonandi kaupa Gummi og Solla farið sem fyrst.
Við hlökkum til að hitta ykkur öll!
Knúsar til allra,
Addý paddý.
Ps. Takk kærlega fyrir saltkjötið og baunirnar, Steini og Hanna! Ummm... þetta var æði og lyktin á heimilinu eftir því ;)
Annars er lítið annað að frétta héðan úr stórveldinu Danmörku. Enn bólar ekkert á síðustu einkunninni hjá húsmóðurinni, svo ekki láta námslánin af sér spyrjast. Von og óvon um að hafa staðið eða fallið er því enn að hringlast í mallakútunum á eldra hollinu hérna á heimilinu. Samkvæmt fréttum frá skrifstofu skólans má ég fyrst búast við blessaðri dómsuppkvaðningunni um miðjan marsmánuð. Þá verða liðnar sex vikur síðan ég skilaði ritgerðinni. Mikið hlýtur hún að vera góð! Fyrst það þarf að lesa hana aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og...!
Að öðrum málum, Hrönn vinkona og karlinn hennar (sem er enn bara vonabí) skírðu gullfallegu dóttur sína á sunnudaginn, hún fékk nafnið Ísabella Þóra, sem passar mjög vel við þar sem Hrönn er, eftir margra ára dvöl á Spáni, hálf spænsk og útlit litlu rúsunnar er mjög í takt við nafnið, ja eða nafnið í takt við dömuna ætti ég heldur að segja. Hún líkist þó meira pabba sínum, að mínu mati. Gullfalleg stúlka, Ísabella Þóra, og Hrönn að sjálfsögðu líka! Gott ef Haddi er nokkuð svo slæmur sjálfur. Til lukku með þetta kæru vinir!
Að enn öðru. Rétt áður en þessi orð voru pikkuð spjallaði ég við hana Möggu Ástu hans Sigga Finns og við keyptum lestarmiða hingað til Óðinsvéa. Ég pantaði og hún borgaði. Þau ætla nefnilega að kíkja hingað, fjölskyldan úr Hafnarfirðinum, eftir tvær vikur og dvelja hjá okkur í nokkra daga. Gaman, gaman. Reyndar eigum við kannski von á honum Janusi sem var hjá okkur í tvær vikur í haust þá og þegar. Það verður heldur betur gaman fyrir krakkana, enda voru þau eins og mý á mykjuskán síðast þegar hann var hérna. Elísabet og Gulli ætla líka að kíkja á okkur núna í mars ásamt Eyþóri Gísla (Sesselja fær að vera hjá Máney á meðan), þau verða reyndar bara hjá okkur í u.þ.b. sólarhring þar sem þau ætla að kíkja á húsnæði og fleira skemmtilegt í Esbjerg og nágrenni, svona áður en þau flytja til okkar í sumar! Það verður notó að fá einhvern úr fjölskyldunni hingað. Enda ekkert annað en sjálfsagt og réttlátt að við fáum í það minnsta eitt systkini úr systkinahópnum hans Helga, þau eru nú sjö! Um páskana ætlar hún Andrea litla systir (sem að mér skilst sé ekkert sérlega lítil lengur, er einmitt í fyrsta ökutímanum núna!) að kíkja á okkur. Hún ætlar að taka þetta með trompi og vera í heila tíu daga. Hún kemur á afmælisdaginn minn, svo við ákváðum að við skyldum sækja hana til Köben og eyða deginum þar, fara í Kristjaníu og eitthvað skemmtó. Áðan fengum við svo upphringingu þar sem athugað var hvort við gætum hýst litla sæta fjölskyldu úr Maríubakkanum, ættaða úr Eyjum og úr hálfellefuhreppnum á Snæfellsnesi, í vikutíma í lok apríl. Jáhá, að sjálfsögðu! Svo vonandi kaupa Gummi og Solla farið sem fyrst.
Við hlökkum til að hitta ykkur öll!
Knúsar til allra,
Addý paddý.
Ps. Takk kærlega fyrir saltkjötið og baunirnar, Steini og Hanna! Ummm... þetta var æði og lyktin á heimilinu eftir því ;)
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Hver ert þú?
Hvernig skilgreinir maður sjálfan sig? Oftar en ekki grípur maður í starfsheitið og slengir því fram þegar kemur að því að segja hver maður sé. Er það rétt? Er maður vinnan? Að sjálfsögðu er vinnan hluti af manni sjálfum. Hvað þá með allar þær vinnur sem maður áður hefur unnið? Þær hljóta, hver á sinn hátt, að hafa átt sinn þátt í því að maður sé orðinn að þeirri manneskju sem maður er. Fólk spyr líka hvert annað um það hvað það gerir í stað þess að spyrja hver einstaklingurinn í raun er. Við erum ekki vinnan, þó að sjálfsögðu hún eigi sinn þátt í að móta okkur. Við erum við sjálf, mismiklar tilfinningaverur, misvinaleg, misfúllind, misaggressív, misgóð. Við mótumst af umhverfi okkar. Helst af öllu tel ég mig vera móður, eiginkonu og húsmóður, því þetta eru mín helstu hlutverk í lífinu, að mínu mati, þó er ég líka námsmaður og kem vonandi einhvern daginn til með að verða talmeinafræðingur. Þetta segir þó ekkert um það hver ég í raun og veru er. Þetta er stöðutákn mitt, þó ekki kjafti ég frá bankainnistæðum, ja eða yfirdrætti ;) En hver erum við? Vitum við það yfirhöfuð sjálf? Ef ég kíki aðeins inn fyrir skinnið og reyni að athuga hver ég er, veit ég hreinlega ekki alveg að hverju ég á að leita. Á ég að athuga hvernig ég er að skapi farin? Á ég að athuga hvað mér finnst gott? Skemmtilegt? Hræðilegt? Hvenær ég er glöð og hvenær ég er leið? Ég hef ekki hugmynd um það!
Það er spurning að fara að athuga hvort einhver sálfræðinganna opni dyrnar fyrir mér og fylgi mér í skemmtilega för um sjálfa mig!
Það er spurning að fara að athuga hvort einhver sálfræðinganna opni dyrnar fyrir mér og fylgi mér í skemmtilega för um sjálfa mig!
þriðjudagur, febrúar 20, 2007
Sorglegt
Er ekki svolítið sorglegt að helst lesnu fréttirnar á vefblöðunum á klakanum séu slúðurfréttir? Fréttir af Anne Nicole heitinni hafa fyllt allar síður blaðanna undan farna daga, enda stórfurðulegt mál, og nú bætast fréttir af Jude Law og Höllu Vilhjálmsdóttur (sem ég hef reyndar ekki hugmynd um hver er) í safnið. Ég viðurkenni þó fúslega að ég er mikill slúðuraðdáandi í þeirri merkingu orðsins að ég les nú oftast allt það slúður sem fyrir augu mér koma ;) Enda týpískur kvenmaður á þrítugsaldri. Ég get því seint talist saklaus af því að stuðla af slúðuriðnaðinum. Hehehe... Sorglegt! Áður tippluðu samlandar mínir um höfuðborgina hér í landi í leit að vitneskju og svörum, án námslána en þó í fullu námi. Sem betur fer höfðu þeir þó efni á einum köldum af og til, blessaðir. Nú þramma ég um götur borgar sama lands, á námslánum, með Her og nu í annarri hendinni og heilan kassa af bjór í hinni hendinni og ýti á undan mér kerru fullri af börnum. Samt tel ég mig námsmann. Sorglegt! Og ég ætti að skammast mín! Eða hvað...?
sunnudagur, febrúar 18, 2007
Þetta er júróvísjónlag!
Ég missti af undankeppninni fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarspsstöðva á Íslandi í gær sökum þess að ég sjálf tók þátt í öllu alvarlegri söngvakeppni hjá henni Heidi vinkonu minni úr skólanum. Uppúr krafsinu hlaut ég raddleysi og þreytu, enda þarf maður að láta vel í sér heyra ef maður ætlar að ná langt í Singstar! Já það var heldur betur gaman í gærkvöldi í ekta tøsefest, eins og það kallast á dönsku. Ástæðan fyrir herlegheitunum var stórafmæli skvísunnar í Kirekendrup (þeas Heidi). Þarna flæddu kokteilarnir, eins og best er á kosið í ekta stelpupartýi, frosen margarita og mohito, ummm...
En allavega, að söngvakeppninni. Ég verð nú að viðurkenna það að mér finnst lagið með Eiríki ekkert sérlega grípandi. Yngsta fjölskyldumeðlimnum finnst það aftur á móti ansi spennandi og dillir sér og slær höfðinu fram og til baka í takt við tónana. Skvísuni leist hins vegar betur á danska lagið sem flutt er af klæðskiptingi og heitir Drama queen. Ég er reyndar sammála henni, mér finnst það lag mun meira grípandi en íslenksa lagið. Ég set linkinn á danska lagið hérna að neðan svo þið getið sjálf dæmt um hvort lagið er sigurstranglegra og að ykkar mati betra. Það væri gaman að fá smá feedback á þetta! ;)
DQ með Drama queen, þið þurfið bara að smella á að þið viljið sjá eða heyra lagið til hægri á síðunni http://www.dr.dk/Melodigrandprix/forside.htm
og svo Eiki Hauks með sitt lag http://www.ruv.is/songvakeppnin/
Hilsen,
Addsin
En allavega, að söngvakeppninni. Ég verð nú að viðurkenna það að mér finnst lagið með Eiríki ekkert sérlega grípandi. Yngsta fjölskyldumeðlimnum finnst það aftur á móti ansi spennandi og dillir sér og slær höfðinu fram og til baka í takt við tónana. Skvísuni leist hins vegar betur á danska lagið sem flutt er af klæðskiptingi og heitir Drama queen. Ég er reyndar sammála henni, mér finnst það lag mun meira grípandi en íslenksa lagið. Ég set linkinn á danska lagið hérna að neðan svo þið getið sjálf dæmt um hvort lagið er sigurstranglegra og að ykkar mati betra. Það væri gaman að fá smá feedback á þetta! ;)
DQ með Drama queen, þið þurfið bara að smella á að þið viljið sjá eða heyra lagið til hægri á síðunni http://www.dr.dk/Melodigrandprix/forside.htm
og svo Eiki Hauks með sitt lag http://www.ruv.is/songvakeppnin/
Hilsen,
Addsin
mánudagur, febrúar 05, 2007
Ævintýrin gerast enn!
Ég vil byrja á því að óska hennar hátign krónprinsessu Mary til lukku með daginn! Skvísan bara orðin 35 ára.
Það er óhætt að segja að Frikki hafi valið sér fína konu til að taka við af henni Tótu frænku með sér! Ekki nóg með að prinsessan sé stílíkon, eins og sagt er á okkar ástkæra ylhýra, heldur held ég að það sé bara nokkuð mikið varið í hana líka. Hún er svona pinku Díana, alger Öskubuska, þó ekki komi hún beint úr öskunni, enda gerði Öskubuska það eiginlega ekki heldur, það var jú bara stjúpan sem skikkaði hana í soraverkin. Já, ævintýrin gerast enn! Og það hérna bara í næsta húsi. Ekki er það nú verra. Ekki svo að skilja að ég sé mjög æst í að verða prinsessa eða drottning, síður en svo, enda myndi ég trúlega tækla athyglina mjög illa. Hitt er annað að prinsessuna mína dreymir prinsessuhlutverkið á hverri nóttu og hún eyðir flestum dögum í æfingar fyrir hlutverkið mikla!
Það er óhætt að segja að Frikki hafi valið sér fína konu til að taka við af henni Tótu frænku með sér! Ekki nóg með að prinsessan sé stílíkon, eins og sagt er á okkar ástkæra ylhýra, heldur held ég að það sé bara nokkuð mikið varið í hana líka. Hún er svona pinku Díana, alger Öskubuska, þó ekki komi hún beint úr öskunni, enda gerði Öskubuska það eiginlega ekki heldur, það var jú bara stjúpan sem skikkaði hana í soraverkin. Já, ævintýrin gerast enn! Og það hérna bara í næsta húsi. Ekki er það nú verra. Ekki svo að skilja að ég sé mjög æst í að verða prinsessa eða drottning, síður en svo, enda myndi ég trúlega tækla athyglina mjög illa. Hitt er annað að prinsessuna mína dreymir prinsessuhlutverkið á hverri nóttu og hún eyðir flestum dögum í æfingar fyrir hlutverkið mikla!
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Notaleg helgi að baki
Föstudagurinn fór í búðarráp með ungunum á meðan karlinn vann fyrir eyðslunni. Okkur tókst að skófla einum tígrisdýrsbúningi handa drengnum, einum prinsessukjól og skóm og hönskum í stíl fyrir dömuna í körfuna. Reyndar stóð til að börnin yrðu bæði ljón, en þegar í búðina kom og daman rak augun í alla þá býsn sem til var af prinsessukjólum, snérist henni hugur. Prinsessaskyldi hún verða! Enda er hún nú ein slík, fram í fingurgóma! Ljónabúningurinn var ekki til í stærð peyjans svo fyrir valinu varð tígrisdýrsbúningurinn fíni, enda hann sannur karlmaður og nokk sama um í hvaða fötum hann er. Eftir verslunina í Toys'R'us örkuðum við yfir í Rose til að kaupa glaðning handa þeim Mána og Heiðu. Fyrir valinu urðu bolur fyrir Mána og Britneyhattur fyrir Heiðu, ásamt augnskugga, reyndar fannst enginn ljósblár augnskuggi í Matas, svo Máni fékk engan slíkan í þetta skiptið. Um kvöldið var svo haldið í þetta fína boð hjá afmælisbörnunum að Demantsvej. Þar var spjallað smá, etið og spilað, auk þess sem við gæddum okkur á þessari líka fínu bollu að hætti Rex og Heiðu. Takk fyrir okkur. Við hjónin héldum heim á leið ásamt yngri unganum þegar kvöld var að nóttu komið, en prinsessan fékk leyfi til gistingar hjá vinkonunni KK. Það reyndist þó þrautinni þyngra að gista annars staðar en hjá gamla settinu þar sem hringja varð eftir aðstoð foreldranna þegar tárin höfðu runnið í stríðum straumum í einhvern tíma eftir að múttan og pabbinn höfðu hafið sig á brott. Helgi skutlaðist því á eftir dömunni, sem eftir atvikið sofnaði værum svefni í bóli foreldranna, ásamt litla bróður, sem klæddur var enn í tígrisdýrsbúninginn flotta.
Laugardagurinn var álíka fínn, enda tók húsmóðirin sig til og gerði hreint, það var löngu tími til kominn! Að því tilefni voru bakaðar pönnukökur og keypt almennilegt brauð. Til samlætis okkur komu Alli og Kristrún ásamt peyjunum í smá kíkk. Við höfðum við ekki séð þau síðan fyrir jól, að undanskildu smá kíkki okka þriggja yngstu fjölskyldumeðlima til þeirra í síðustu viku. Kvöldinu var svo slúttað með gurmet matgerð húsfrúarinnar sem svo varla var smökkuð sökum saddleika eftir pönnukökuát.
Í dag héldum við fjölskyldan til Fredericia í badeland sem þar finnst, börnunum til mikillar gleði! Eftir einn og hálfan tíma í lauginni töldum við foreldrarnir að þetta væri nú orðið gott, enda fjölskyldumeðlimir við það að breytast í rúsínur og sveskjur, en dömunni þótti nú síður en svo nóg um og taldi svo best að vera þarna í það minnsta hálfan daginn! Hún var þó tæld upp úr með lofi um hamborgara og sundferð aftur síðar í vikunni. Prinsessan lét nú ekki þar við sitja, enda snjöll samningamanneskja, og spurði hvort hún ætti þá ekki að fá að fara í bíó líka! Það fær að bíða þar til námslán móðurinnar láta á sér kræla.
Eigið góða viku!
Laugardagurinn var álíka fínn, enda tók húsmóðirin sig til og gerði hreint, það var löngu tími til kominn! Að því tilefni voru bakaðar pönnukökur og keypt almennilegt brauð. Til samlætis okkur komu Alli og Kristrún ásamt peyjunum í smá kíkk. Við höfðum við ekki séð þau síðan fyrir jól, að undanskildu smá kíkki okka þriggja yngstu fjölskyldumeðlima til þeirra í síðustu viku. Kvöldinu var svo slúttað með gurmet matgerð húsfrúarinnar sem svo varla var smökkuð sökum saddleika eftir pönnukökuát.
Í dag héldum við fjölskyldan til Fredericia í badeland sem þar finnst, börnunum til mikillar gleði! Eftir einn og hálfan tíma í lauginni töldum við foreldrarnir að þetta væri nú orðið gott, enda fjölskyldumeðlimir við það að breytast í rúsínur og sveskjur, en dömunni þótti nú síður en svo nóg um og taldi svo best að vera þarna í það minnsta hálfan daginn! Hún var þó tæld upp úr með lofi um hamborgara og sundferð aftur síðar í vikunni. Prinsessan lét nú ekki þar við sitja, enda snjöll samningamanneskja, og spurði hvort hún ætti þá ekki að fá að fara í bíó líka! Það fær að bíða þar til námslán móðurinnar láta á sér kræla.
Eigið góða viku!
föstudagur, febrúar 02, 2007
Eitthvað bogið
Er ekki eitthvað bogið við þessa setningu af visir.is:
"...þar sem búa átján milljón manns og þar af eru þrjár milljónir heimilislausar"?
Ætti þetta ekki að vera átján milljónir manna og þar af...?
Ég bara spyr.
"...þar sem búa átján milljón manns og þar af eru þrjár milljónir heimilislausar"?
Ætti þetta ekki að vera átján milljónir manna og þar af...?
Ég bara spyr.
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
Hreinn viðbjóður!
Elsku amma til hamingju með daginn í gær!
Elsku Heiða og Heidi til lukku með daginn í dag! Ég óska líka Heiðu, systur hans Dadda, og systrum hennar Hillu til hamingju með daginn í dag, þó ég þekki þær ekki neitt! Hehehe...
Morguninn í morgun var alveg gríðarlega fallegur. Ég hjólaði glöð í bragði yfir í háskólann til að takast á við nýja önn. Sólroðinn á himninum, stillan og birtan gerðu það að verkum að ég tók mér rúman tíma í hjólaferðina, enda varla kráka á ferð, svo hægt var að njóta kyrrðarinnar, umm... notó spotó. Það er alltof sjaldgæft að maður gefi sér tíma til að njóta tilverunnar, þó ekki sé nema bara með því að líta aðeins í kringum sig þegar maður er úti við, í stað þess að þjóta áfram án þess að líta til hægri né vinstri.
Fyrsti tími þessarar annar var í Børn med sprog- og talevanskligheder. Námsefnið og kennarinn, hún Dorthe, lofa góðu, enda er hún talmeinafræðingur sjálf. Reyndar fór dágóður tími dagsins í dag í að fylgja Tinnu eftir og sjá til þess að hún yrði ekki fyrir of miklu áreiti, enda þurfti skvísan að gefa ansi margar eiginhandaáritanir. Skólayfirvöld sáu sér ekki annað fært en að loka inngangi K fyrir hana, bara svo hún kæmist leiðar sinnar. Já, það er munur að vera frægur!
Að loknum fimm tíma fyrirlestri hélt ég áleiðis til Ragnhildar þar sem búið var að aresera smá afmæliskaffi fyrir skvísuna Heiðu. Þar var skálað í kampavíni, enda ástæða til! Það er ekki á hverjum degi sem maður verður 25 í þriðja skiptið! Svo röðuðum við í okkur rúnstykkjum og snúðum, umm... Takk fyrir mig, kæra Ragnhildur!
Yfir veitingunum hjá Ragnhildi hófst heit umræða um hið svokallaða Tønder-mál. Það er frekar ógeðfellt kynferðisafbrotamál sem réttað hefur verið í síðan í fyrra og enn eru ekki allir brotamenn komnir með dóm. Fórnarlömb þessa máls eru tvær systur, önnur var ellefu ára þegar upp komst um málið hin var átta ára, að mig minnir. Faðirinn misnotaði stúlkurnar báðar, þá eldri frá þriggja ára aldri, auk þess sem hann seldi hana hverjum sem vildi hafa samræði við svo ungt barn. Svo virðist vera sem peningar hafi ekki haft neitt með málið að gera, enda fékk faðirinn (sem varla hefur rétt á þeim titli eftir að hafa brotið svo hræðilega gegn börnum sínum) stundum greitt í pítsu og bjór. Karlinn setti meðal annars auglýsingu í Den blå avis, sem er smáauglýsingablað hér í DK, og auglýsti dóttur sína til sölu, en laug til um aldur og sagði hana 18 ára. Menn brugðust við auglýsingunni og lögðu sumir hverjir á sig 60-100 km. leið til að heimsækja feðginin. Eitt kvöldið þurfti aumingjas barnið að taka á móti í það minnsta fjórum karlmönnum og hafa samræði við þá. Þrátt fyrir grun um kynferðislega misnotkun og ábendingu frá fyrra bæjarfélagi sem fjölskyldan bjó í gerði sú kommúna sem þetta átti sér stað í ekkert í málunum og sveik þar með börnin.
Ári áður en málið kom upp flutti móðirn af heimilinu, hún bjargði sínum eigin rassi án þess að gera nokkuð til að bjarga börnunum sínum. Trúleg skýring er að hún er haldin einni týpu skizofreni, sem ég ekki man hvað heitir, auk þess sem heimilisfaðirinn beytti hana líkamlegu og andlegu ofbeldi, misnotaði hana kynferðislega og neyddi í vændi. Þetta er það óhugnanlegasta kynferðisafbrotamál gegn börnum sem framið hefur verið hér í Danmörku. Þetta er hreinn viðbjóður! Það er hreint ótrúlegt að foreldrar geti brugðist börnum sínum á þennan hátt sem þessir foreldrar gerðu. Auk þess sem manni finnst alveg hræðilegt að menn skuli hafa lagst með ellefu ára gömlu barni. Hvers vegna snéri enginn við í dyrunum og gerði lögreglunni viðvart þegar ljóst var að barnið var ellefu ára? Rætt var við einn þeirra sem hlotið hafa dóm í málinu í heimildamynd sem sýnd var hérna í gærkvöldi og hann spurður þessarar spurningar; hvers vegna snérirðu ekki við? Svarið var að allt hefði gerst svo hratt að ekki hafi gefist tími til þess! Aðspurður hvað hann ætti við með því, svaraði hann að hönd barnins hefði verið komin inn á hann og fyrr en varði voru buxur hans komnar á gólfið og hún stóð nakin fyrir framan hann. Í viðtalinu kom í ljós að þeir hefðu skiptst á, þessi maður og faðir stúlkunnar að hafa við hana samræði. Hvílíkur viðbjóður! Þegar þetta kom í ljós spurði þulurinn enn frekar hvað það hafi tekið langan tíma, svarið var u.þ.b. 20 mín. Þulurinn spurði þá aftur hvort 20 mín. hefði ekki verið nægur tími til að stoppa, hugsa sig um, hafa sig á brott og hafa samband við lögreglu. Maðurinn gat að sjálfsögðu engu svarað. Þessi maður hefur nú afplánað sinn dóm, hann misti vinnu sína sökum málsins, konan hefur átt við sálfræðileg vandamál að etja upp frá þessu og börnin sem á heimilinu voru var komið í fóstur. Ég hef enga samúð með manninum, en konan hans og börn eiga alla mína samúð.
Ég vona svo sannarlega að þessir menn sem lögðust með stúlkunni eigi eftir að iðrast þess alla daga, allt þeirra líf. Það ætla ég líka að vona að faðirinn fái það óþvegið í fangelsinu þar sem hann þarf trúlega að dúsa í einhvern tíma, þó svo sá tími komi aldrei til með að vera nógu langur.
Hreinn viðbjóður!
Elsku Heiða og Heidi til lukku með daginn í dag! Ég óska líka Heiðu, systur hans Dadda, og systrum hennar Hillu til hamingju með daginn í dag, þó ég þekki þær ekki neitt! Hehehe...
Morguninn í morgun var alveg gríðarlega fallegur. Ég hjólaði glöð í bragði yfir í háskólann til að takast á við nýja önn. Sólroðinn á himninum, stillan og birtan gerðu það að verkum að ég tók mér rúman tíma í hjólaferðina, enda varla kráka á ferð, svo hægt var að njóta kyrrðarinnar, umm... notó spotó. Það er alltof sjaldgæft að maður gefi sér tíma til að njóta tilverunnar, þó ekki sé nema bara með því að líta aðeins í kringum sig þegar maður er úti við, í stað þess að þjóta áfram án þess að líta til hægri né vinstri.
Fyrsti tími þessarar annar var í Børn med sprog- og talevanskligheder. Námsefnið og kennarinn, hún Dorthe, lofa góðu, enda er hún talmeinafræðingur sjálf. Reyndar fór dágóður tími dagsins í dag í að fylgja Tinnu eftir og sjá til þess að hún yrði ekki fyrir of miklu áreiti, enda þurfti skvísan að gefa ansi margar eiginhandaáritanir. Skólayfirvöld sáu sér ekki annað fært en að loka inngangi K fyrir hana, bara svo hún kæmist leiðar sinnar. Já, það er munur að vera frægur!
Að loknum fimm tíma fyrirlestri hélt ég áleiðis til Ragnhildar þar sem búið var að aresera smá afmæliskaffi fyrir skvísuna Heiðu. Þar var skálað í kampavíni, enda ástæða til! Það er ekki á hverjum degi sem maður verður 25 í þriðja skiptið! Svo röðuðum við í okkur rúnstykkjum og snúðum, umm... Takk fyrir mig, kæra Ragnhildur!
Yfir veitingunum hjá Ragnhildi hófst heit umræða um hið svokallaða Tønder-mál. Það er frekar ógeðfellt kynferðisafbrotamál sem réttað hefur verið í síðan í fyrra og enn eru ekki allir brotamenn komnir með dóm. Fórnarlömb þessa máls eru tvær systur, önnur var ellefu ára þegar upp komst um málið hin var átta ára, að mig minnir. Faðirinn misnotaði stúlkurnar báðar, þá eldri frá þriggja ára aldri, auk þess sem hann seldi hana hverjum sem vildi hafa samræði við svo ungt barn. Svo virðist vera sem peningar hafi ekki haft neitt með málið að gera, enda fékk faðirinn (sem varla hefur rétt á þeim titli eftir að hafa brotið svo hræðilega gegn börnum sínum) stundum greitt í pítsu og bjór. Karlinn setti meðal annars auglýsingu í Den blå avis, sem er smáauglýsingablað hér í DK, og auglýsti dóttur sína til sölu, en laug til um aldur og sagði hana 18 ára. Menn brugðust við auglýsingunni og lögðu sumir hverjir á sig 60-100 km. leið til að heimsækja feðginin. Eitt kvöldið þurfti aumingjas barnið að taka á móti í það minnsta fjórum karlmönnum og hafa samræði við þá. Þrátt fyrir grun um kynferðislega misnotkun og ábendingu frá fyrra bæjarfélagi sem fjölskyldan bjó í gerði sú kommúna sem þetta átti sér stað í ekkert í málunum og sveik þar með börnin.
Ári áður en málið kom upp flutti móðirn af heimilinu, hún bjargði sínum eigin rassi án þess að gera nokkuð til að bjarga börnunum sínum. Trúleg skýring er að hún er haldin einni týpu skizofreni, sem ég ekki man hvað heitir, auk þess sem heimilisfaðirinn beytti hana líkamlegu og andlegu ofbeldi, misnotaði hana kynferðislega og neyddi í vændi. Þetta er það óhugnanlegasta kynferðisafbrotamál gegn börnum sem framið hefur verið hér í Danmörku. Þetta er hreinn viðbjóður! Það er hreint ótrúlegt að foreldrar geti brugðist börnum sínum á þennan hátt sem þessir foreldrar gerðu. Auk þess sem manni finnst alveg hræðilegt að menn skuli hafa lagst með ellefu ára gömlu barni. Hvers vegna snéri enginn við í dyrunum og gerði lögreglunni viðvart þegar ljóst var að barnið var ellefu ára? Rætt var við einn þeirra sem hlotið hafa dóm í málinu í heimildamynd sem sýnd var hérna í gærkvöldi og hann spurður þessarar spurningar; hvers vegna snérirðu ekki við? Svarið var að allt hefði gerst svo hratt að ekki hafi gefist tími til þess! Aðspurður hvað hann ætti við með því, svaraði hann að hönd barnins hefði verið komin inn á hann og fyrr en varði voru buxur hans komnar á gólfið og hún stóð nakin fyrir framan hann. Í viðtalinu kom í ljós að þeir hefðu skiptst á, þessi maður og faðir stúlkunnar að hafa við hana samræði. Hvílíkur viðbjóður! Þegar þetta kom í ljós spurði þulurinn enn frekar hvað það hafi tekið langan tíma, svarið var u.þ.b. 20 mín. Þulurinn spurði þá aftur hvort 20 mín. hefði ekki verið nægur tími til að stoppa, hugsa sig um, hafa sig á brott og hafa samband við lögreglu. Maðurinn gat að sjálfsögðu engu svarað. Þessi maður hefur nú afplánað sinn dóm, hann misti vinnu sína sökum málsins, konan hefur átt við sálfræðileg vandamál að etja upp frá þessu og börnin sem á heimilinu voru var komið í fóstur. Ég hef enga samúð með manninum, en konan hans og börn eiga alla mína samúð.
Ég vona svo sannarlega að þessir menn sem lögðust með stúlkunni eigi eftir að iðrast þess alla daga, allt þeirra líf. Það ætla ég líka að vona að faðirinn fái það óþvegið í fangelsinu þar sem hann þarf trúlega að dúsa í einhvern tíma, þó svo sá tími komi aldrei til með að vera nógu langur.
Hreinn viðbjóður!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)